Íslendingar ættu að spyrja sig að því, hvaða erindi auðmenn á borð við formenn Sjálfstæðisflokksins og Viðreisnar eiga í þau verk að gæta almannahagsmuna. Efast má um að þeir geti sett sig í spor fólks sem er að vandræðast með að láta enda ná saman.
Í þessu ljósi verður að sýna því skilning þegar formaður Sjálfstæðisflokksins telur fólk andlega veiklað, sem hefur einhverjar áhyggjur sem hann sjálfur botnar ekkert í, á borð við að eiga ekki fyrir leigunni.
Sömuleiðis er tímabært að íslenskur almenningur spyrji líkt og Indriði gerði í Skaupinu – Hver ber ábyrgð á þessu? Hver ber ábyrgðina á að greiða alla þessa skatta, í ljósi þess að auðmenn og helstu ráðamenn landsins hafa orðið uppvísir að því að skjóta gríðar háum fjárhæðum undan skattgreiðslum?
Á ég að gera það?