Miðvikudagur 05.04.2017 - 21:13 - FB ummæli ()

Ögmundur spyr Bjarna en spurði Steingrím J. einskis

Á heimasíðu Ögmundar Jónassonar má sjá góða og gilda spurningu sem beint er til forsætis- og fjármálaráðherra. Ögmundur fer einnig á meinlegan hátt yfir kjánalagar yfirlýsingar ráðherranna í ljósi; leynimakksins, sögu og eðli vogunarsjóðanna.

Spurningin til núverandi ráðherra er á þá leið, hvort þeir setji ofar hagsmuni fjármálabraskara eða þjóðarhag?

Skrifin eru gott tilefni til að rifja upp, að það var fyrrverandi fjármálaráðherra Steingrímur J. Sigfússon sem leiddi vogunarsjóðina inn í bankann, þrátt fyrir mikla gagnrýni úr eigin þingflokki.

Það er því ekki úr vegi að spyrja Ögmund Jónasson hvort hann hafi stutt Lilju Mósesdóttir þegar hún gagnrýndi Steingrím J. Sigfússon þáverandi fjármálaráðherra fyrir að afhenda Arionbanka til þeirra vogunarsjóða, sem nú eru að auka hlut sinn í bankanum.  Það er eins og mig minni að Ögmundur hafi stutt þessa sölu eða gjöf á bankanum þá, og ekki fékkst uppgefið hverjir kaupendurnir voru þá, frekar en nú. Fjármálaráðherra þá fékk ekki heimild til sölunnar fyrr en nokkrum mánuðum eftir kaupin voru gengin í garð.

Lærdómur sögunnar er, að  nauðsynlegt er að upplýsa um hverjir eru á bak við kaupin á Arionbanka nú og einnig ætti að rannska einkavæðinguna sem fram fór á vegum Steingríms J, í hreinu og tæru vinstristjórninni.

Flokkar: Óflokkað

«
»

Facebook ummæli

Vinsamlegast athugið:
Ummæli eru á ábyrgð þeirra sem þau skrifa. Eyjan áskilur sér þó rétt til að fjarlægja óviðeigandi og meiðandi ummæli.
Tilkynna má óviðeigandi ummæli í netfangið ritstjorn@eyjan.is

Höfundur

Sigurjón Þórðarson
Líffræðingur og sveitarstjórnarmaður á Sauðárkróki.
RSS straumur: RSS straumur