Forsætisráðherra Katrín Jakobsdóttir sló því fram sí-svona á Viðskiptaþingi í dag, að það væri óskynsamlegt að ríkið ætti bankana. Ekki kom hún með neinar sérstakar röksemdir máli sínu til stuðnings – hún sagði einfaldlega að einkavæðing bankanna væri nauðsynlegur liður í því sem kallast endurskipulagning fjármálakerfisins.
Ég stórefast um að einkavæðing bankanna sé ofarlega á óskalista almennings og atvinnurekenda sem eru að byggja upp fyrirtæki í samkeppnisrekstri. Efst á lista almennings er lækkaður vaxta- og bankakostnaður og margir eru einfaldlega smeykir við einkavæðinguna. Ríkisútvarpið vakti nýlega athygli á því söluferlið væri með gamalkunnu sniði – bæði ógagnsætt og byrjað að tína væna bita út úr bönkunum! Fyrirsjáanlegt er sömuleiðis að væntanlegir „kaupendur“ verði sömu aðilar og ráku gömlu bankana í einu stærstu gjaldþrot veraldarsögunnar. Búast má því við að meðal áberandi hluthafa verði Björgólf Thor, Ólafur Ólafsson, Samherji, Bakkavararbræður og fjölskylda fjármálaráðherra.
Verður stutt að bíða þess að Vg mæli fyrir frekari einkavæðingu heilbrigðiskerfisins?