Færslur fyrir flokkinn ‘Óflokkað’

Laugardagur 15.09 2012 - 20:08

Hver hefði trúað því?

Hver hefði trúað því í september 2008, að eftir stjórnun  „hreinnar og tærrar“ vinstri stjórnar að þá væri staðan svona: Seðlabanki Íslands veitir höfuðpaurum hrunsins sérstakan afslátt af íslensku krónunni fyrir það eitt að koma með hluta af þýfinu til baka til landsins. Stjórnvöld leggja það til að festa í sessi illræmt kvótakerfi í sjávarútvegi og færa […]

Þriðjudagur 11.09 2012 - 23:57

Þörf ræða forseta lýðveldisins

Setning Alþingis þann 11. september fór fram í skugga víggirðingar og almenns vantrausts á stórum hluta þingheims. Ólafur Ragnar Grímsson forseti flutti þarfa ræðu þar sem að hann minnti þingmenn á hina óþægilegu framangreindu staðreynd. Vantraustið má að mestu leyti rekja til þess að ríkisstjórnin, sem kjörin var til breytinga, hefur helgað krafta sína endurreisn gamla Íslands. Óskir almennings […]

Þriðjudagur 04.09 2012 - 14:08

Hvar eru blessuð Bændasamtök Íslands?

Margir bændur eru í þeim hópi sem á um sárt að binda vegna fautalegrar innheimtu bankanna á ólöglegum gengistryggðum lánum. Það dæmi sem ég hef hér fyrir framan mig er af bændum; hjónum, sem komin eru á sextugsaldur. Þau eru krafin um vel á sjötta hundrað þúsund krónur mánaðarlega í greiðslur af ólöglegu láni. Eftir því sem liðið hefur á árið hafa […]

Höfundur

Sigurjón Þórðarson
Líffræðingur og sveitarstjórnarmaður á Sauðárkróki.
RSS straumur: RSS straumur