Færslur fyrir flokkinn ‘Óflokkað’

Miðvikudagur 02.11 2011 - 23:55

Heimspeki sem skyldufag

Í dag fluttum við í Hreyfingunni þingsályktunartillögu um að gera heimsspeki að skyldunámsgrein í grunn- og framhaldsskólum (sjá hér). Tillagan hljóðar svo: Alþingi ályktar að fela mennta- og menningarmálaráðherra að endurskoða aðalnámskrár grunnskóla og framhaldsskóla með það að markmiði að heimspeki verði skyldufag á báðum skólastigum innan fjögurra ára. og í greinargerðinni segir: Markmið tillögurnnar […]

Miðvikudagur 12.10 2011 - 23:35

Njósnað um íslendinga.

Njósnatillagan skaut upp kollinum á Alþingi í dag í annað sinn. Tillagan er í formi þingsályktunar og heitir fullur nafni „Tillaga til þingsályktunar um forvirkar rannsóknarheimildir lögreglu.“  Hún hljóðar svo:  „Alþingi ályktar að fela innanríkisráðherra að vinna og leggja fyrir Alþingi frumvarp sem veiti lögreglunni sambærilegar heimildir og lögregla í öðrum norrænum ríkjum hefur til […]

Þriðjudagur 04.10 2011 - 21:24

Fjárlög og niðurskurður

Fjárlagafrumvarpið fyrir næsta ár var á dagskrá í þingingu í dag. Eins og við var að búast voru mismunandi sjónarmið uppi varðandi þá leið skattahækkana og niðurskurðar sem ríkisstjórnin vill fara. Þau sjónarmið sem ég hef haldið á lofti eru að skuldaklafi hins opinbera, fyrirtækja, heimila og einstaklinga sé orðin það mikill að ekki verði […]

Þriðjudagur 04.10 2011 - 00:54

Stefnuræðu umræður

Í gær fóru fram umræður um stefnuræðu forsætisráðherra. Sjaldan hef ég nú séð innihalds rýrara plagg en þessa stefnuræðu og ekki get ég sagt að brjóstvörn stjórnarandstöðunar hafi neitt betra fram að færa en gamla spillta Ísland. Þó hugmyndir framsóknarmanna um lausn á skuldavanda heimilana séu góðrar gjalda verðar þá er komin gömul framsóknarlykt af […]

Mánudagur 19.09 2011 - 10:50

Lýðræði og sveitarfélög?

Í frumvarpi til nýrra sveitarstjórnarlaga sem samþykkt voru á síðasta degi þingsins s.l. laugardag fólst gullið tækifæri til að koma stöðu sveitarstjórnarstigsins á Íslandi í svipað horf hvað lýðræðislegt umboð varðar og er í nágrannalöndunum. Þetta tækifæri fór algerlega forgörðum og við sitjum uppi með niðurstöðu þar sem sveitarstjórnastigið er enn það ólýðræðislegasta, ekki bara miðað […]

Miðvikudagur 14.09 2011 - 19:40

Málþóf á Alþingi

Nú stendur yfir málþóf í þinginu þar sem Sjálfstæðis- og Framsóknarflokkur eru í einhverskonar pissukeppni um að stöðva mál sem ekki er í raun neinn hugmyndafræðilegur ágreiningur um, en það eru frumvarp um Stjórnarráð Íslands og frumvarp um gjaldeyrishöft. Ágreiningurinn er um útfærslur og þegar hafa verið lagðar fram sáttatillögur sem leysa ágreininginn en samt […]

Þriðjudagur 06.09 2011 - 15:03

Hálfur Árósarsamningur

Fyrr í dag samþykkti Alþingi endanlega Árósarsamninginn mikilvæga sem staðið hefur í virkjanasinnum árum saman og hvers vöntun í íslensk lög hefur gert það að verkum að Ísland er mjög aftarlega á merinni í umhverfismálum miðað við flest allar nágrannaþjóðir. Það fylgir þó böggull skammrifi eins og segir einhvers staðar, því á síðustu metrunum samþykku VG-liðar að einn […]

Laugardagur 27.08 2011 - 13:09

Alþingi og stjórnarskrártillögur.

Á tveggja daga sumarfundi forsætisnefndar Alþingis sem haldinn var á Hótel Örk í Hvergagerði dagana 24. og 25. ágúst var eitt umfjöllunarefnið tillaga frá forseta Alþingis, Ástu Ragnheiði Jóhannesdóttur um meðferð frumvarps Stjórnlagaráðs um nýja stjórnarskrá. Þess skal getið að forseti Alþingis hefur úrslitavald í forsætisnefnd og atkvæði um tillögur eru ekki greidd. Tillagan er svohljóðandi: […]

Fimmtudagur 09.06 2011 - 21:40

Eldhúsdagsræður Hreyfingarinnar

Í gær voru svo kallaðar Elhúsdagsumræður á Alþingi.  Hef ekki hugmynd um hvaðan nafngiftin er komin en þessi liður er ætlaður til almennrar umfjöllunar um stjórnmálavettvanginn og störfin á Alþingi og er í beinni útsendingu á RÚV eins og umræðan um stefnuræðu forsætisráðherra sem er á hverju hausti.  Ræðurnar voru misjafnar eins og gengur og […]

Föstudagur 03.06 2011 - 16:17

Hagsmunir þingmanna.

Við umræðu um fiskveiðistjórnunarkerfið í dag fannst mér tilefni til að gera athugasemd við það að einn þingmanna Sjálfstæðisflokksins Ásbjörn Óttarsson, tæki þátt í umræðunni þar sem hann er útgerðarmaður og kvótaeigandi og hefur þar af leiðandi beina persónulega fjárhagshagsmuni af því að frumvarpið fari ekki í gegn. Samkvæmt þingsköpum eru þingmenn aldrei vanhæfir nema í […]

Höfundur

Þór Saari
Hagfræðingur með lýðræðis- og stjórnmálavitund sem gerir kröfu um virka þátttöku í samfélaginu.

Er í framboði fyrir Pírata í SV kjördæmi (kraganum). Er fyrrverandi þingmaður í SV kjördæmi (kraganum) fyrir Hreyfinguna (2009-2013) og er einnig í stjórn Samtaka um lýðræði og almannahag.
Netfangið er: saari@centrum.is
RSS straumur: RSS straumur