Færslur fyrir flokkinn ‘Óflokkað’

Miðvikudagur 23.03 2011 - 23:06

Stjórnlagaráðið

Á morgun verða greidd atkvæði um stjórnlagaráðið sem á að gera drög að nýrri stjórnarskrá fyrir landið. Morgundagurinn er enn ein varðan á þeirri þrautagöngu sem ný stjórnarskrá hefur þurft að þola alveg frá lýðveldisstofnun. Hreyfingin hefur alltaf lagt mikla áherslu á að aðkoma almennings verði sem mest og víðtækust þegar kemur að því að […]

Miðvikudagur 16.03 2011 - 22:25

Atvinnumálin

Atvinnumálin voru enn einu sinni tekin fyrir í liðnum „Störf þingsins“ í dag og eins og venjulega lét hátt í mönnum og þeir heimtuðu erlenda fjárfestingu, stórðju og kvörtuðu undan ríkisstjórninni. Ég tók aðeins þátt enda hafði sjávarútvegs- og landbúnaðarnefnd tekið frumvarp Hreyfingarinnar á dagskrá í morgun en það snýr að því að afla veiddum […]

Mánudagur 07.03 2011 - 16:49

Milljarðarnir 26

Fyrsta greiðslan vegna Icesave verður daginn eftir „Jáið“ þann 11. mars ef það verður já og verður rúmlega 26 milljarðar. Þetta er áfallnir vextir og koma aldei til baka þar sem vextir eru ekki forgangskröfur. Þetta eru peningar sem jafngilda öllum launakostnaði Landspítalans árið 2009 og fara beinustu leið úr landi og út úr hagkerfinu, þ.e. […]

Sunnudagur 06.03 2011 - 17:48

Silfrið í dag

Þarf að byrja á smá leiðréttingu þar sem ég í Silfrinu vísaði í 26 milljarðana sem verða greiddir út strax eftir „Jáið“ í kosningunum um Icesave, ef það verður Já. Þar vafðist mér tunga um tönn og talaði um launakostnað Landbankans 2009 og rekstur Landsbankans árið 2011 til samanburðar. Hér átti ég að sjálfsögðu við […]

Miðvikudagur 02.02 2011 - 08:01

Icesave III, álit Hreyfingarinnar.

Í dag kl. 14:30 verður tekið til annarrar umræðu frumvarp fjármálaráðherra um að íslendingar ábyrgist greiðslur vegna innstæðna á Icesave reikningum breta og hollendinga.  Hreyfingin hefur í upphafi lagt á það áherslu að skuldir einkafyrirtækisins Landsbankans sem þar að auki virðist hafa verið rekinn í glæpsamlegum tilgangi falli ekki á almenningi í landinu.  Nefndarálitið sem […]

Föstudagur 21.01 2011 - 07:54

Nímenningarnir

Réttarhöldin yfir nímenningunum eru einhver sorglegasti réttarfarsharmleikur sem ég man eftir hér á landi. Það er alveg með ólíkindum hvað hin pólitíska yfirstétt ætlar sér að fara langt í hefnd sinni á þeim sem einna fyrst voru til að benda á að þessi sama pólitíska yfirstétt var, rétt eins og keisarinn í ævintýrinu, bara nakin. Ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks og […]

Fimmtudagur 16.12 2010 - 08:23

Fjárlögin 2011

Lokaumræðan um fjárlög fyrir næsta á fór fram í gær. Við í Hreyfingunni höfum frá því við komum á þing talað fyrir annarri nálgun á vanda ríkissjóðs en að skera niður í velferðar-, heilbrigðis-, og menntamálum og hækka hefðbundna skatta á almenning. Umræðan okkar í ár var því á svipuðum nótum og í fyrra þó einstakir liðir […]

Miðvikudagur 15.12 2010 - 09:19

Pólitísk arfleifð Sjálfstæðisflokksins

Eins og fram kemur í bók Guðna Th. Jóhannessonar um ævi Gunnars Thoroddsen er pólitísk arfleifð Sjálfstæðisflokksins hroðaleg þegar kemur að persónunjósnum og virðist flokkurinn hafa gengið ótrúlega langt í að reyna að koma hér á einhvers konar ógnarstjórn þar sem atvinna og lífsafkoma fólks átti að byggjast á þjónkun þeirra til viðhorfa Sjálfstæðisflokksins.  Málið var […]

Þriðjudagur 14.12 2010 - 09:04

Valtir bankar?

Undanfarnar vikur hafa verið að berast fréttir af stórfelldum ríkisábyrgðum (145 ma.kr.) til handa tveimur af þremur bönkum landsins, ábyrgðum sem ekki eru gerð skil í ríkisreikningi. Vegna þess hve viðkvæm slík umfjöllun getur orðið voru fregnirnar bornar óformlega undir efnahags- og viðskiptaráðherra fyrir u.þ.b. þremur vikum síðan og þegar engin svör fengust, ítrekaðar fyrir um viku. Í viðskiptablaði […]

Laugardagur 11.12 2010 - 01:19

Kosningar sem fyrst

Nú þegar komið hefur í ljós að forsætis- og fjármálaráðherra sem og öll ríkisstjórnin (nema Ögmundur) og flestir þingmenn í liði hennar höfðu algerlega rangt fyrir sér og beittu svívirðilegum blekkingum og áróðri til að reyna að skuldsetja landið upp í rjáfur, er rétt að að renna yfir þessa rúmlega kortérs upprifjun frá Stöð 2.  […]

Höfundur

Þór Saari
Hagfræðingur með lýðræðis- og stjórnmálavitund sem gerir kröfu um virka þátttöku í samfélaginu.

Er í framboði fyrir Pírata í SV kjördæmi (kraganum). Er fyrrverandi þingmaður í SV kjördæmi (kraganum) fyrir Hreyfinguna (2009-2013) og er einnig í stjórn Samtaka um lýðræði og almannahag.
Netfangið er: saari@centrum.is
RSS straumur: RSS straumur