Færslur fyrir nóvember, 2011

Miðvikudagur 30.11 2011 - 19:28

Brottrekstrarsök Ríkislögreglustjóra

Vera má að ég hafi misskilið eitthvað í íslensku réttarfari og stjórnsýslu, og vona að einhver leíðrétti mig þá, en svona sýnist mér þetta líta út: Ríkisstofnunum ber að afhenda Ríkisendurskoðun gögn sem síðarnefnda stofnunin biður um til að geta sinnt hlutverki sínu.  Þetta stendur nefnilega í lögum um Ríkisendurskoðun: 7. gr. Ríkisendurskoðun getur krafist […]

Mánudagur 28.11 2011 - 16:37

Bragarbót

Í bloggpistli fyrr í dag spurði ég spurningar sem nú er búið að svara.  Gott hjá Eyjunni að birta þessa frétt með áberandi hætti, enda er hér á ferðinni skörp og málefnaleg gagnrýni hjá Benedikt. Ég játa því á mig að hafa vanmetið, eða misreiknað, ritstjórn Eyjunnar  í þessu máli.

Mánudagur 28.11 2011 - 13:45

Er Eyjan flokkseigendamiðill?

Eyjan birtir á hverjum degi urmul frétta.  Sumar þeirra, væntanlega þær sem þykja áhugaverðastar, lenda í „rúllunni“ efsti til vinstri, þar sem eru fjórar fréttir í einu, og svo flytjast þær yfirleitt aðeins neðar á síðuna vinstra megin, þar sem þeim er enn gert hátt undir höfði. Um helgina voru meðal annars þessar fréttar álitnar […]

Fimmtudagur 24.11 2011 - 15:53

Svör útvarpsstjóra RÚV um LÍÚ-málið

Hér fara á eftir svör Páls Magnússonar útvarpsstjóra RÚV við fyrirspurn sem ég sendi honum og birti í þessum bloggpistli.  Þar á eftir kemur svar mitt til Páls. Í stuttu máli tel ég enn að RÚV hafi gert slæm mistök og brugðist þeim almenningi sem stofnunin ætti að þjóna,  Ég tel að sú ritskoðun sem […]

Þriðjudagur 22.11 2011 - 12:20

Meira um þjónkun RÚV við LÍÚ

Í framhaldi af þeim viðskiptum mínum við Auglýsingadeild RÚV sem lýst er í síðustu bloggfærslu minni, sendi ég Auglýsingadeild RÚV í gær póst þar sem ég fór fram á að fá lesna í útvarp auglýsingu um framferði LÍÚ og RÚV (sjá tölvupóst hér neðst á síðunni).  Þeirri beiðni var hafnað, og mér var jafnframt tjáð […]

Laugardagur 19.11 2011 - 12:54

Pólitísk ritskoðun á RÚV. Fyrir LÍÚ.

Eins og flestir hafa tekið eftir sem hlusta á Ríkisútvarpið hefur undanfarið birst urmull auglýsinga í nafni „íslenskra útvegsmanna“, þar sem haldið er fram að stjórnvöld séu að „lama fjárfestingar“ í sjávarútvegi, og að tugir þúsunda starfa séu í hættu vegna stefnu ríkisstjórnarinnar, svo fátt eitt sé nefnt. Þótt ég sé enginn vinur núverandi ríkisstjórnar […]

Þriðjudagur 15.11 2011 - 23:30

Blóð handa hrægömmum, kökur handa fólkinu

(Það er búið að segja þetta mörg hundruð sinnum, en það virðist ekki nægja …) Eftir því sem ég best veit hefur eftirfarandi margendurteknu staðhæfingum ekki verið mótmælt: Núverandi eigendur Arionbanka og Íslandsbanka (sem leynd hvílir yfir hverjir eru) fengu þá upp í kröfur sem þeir áttu á bankana fyrir hrun. Þessir bankar (og Landsbankinn […]

Sunnudagur 13.11 2011 - 17:20

Við þurfum erlenda fjárfestingu. Not.

Hann er orðinn síbylja, kórinn um að Ísland þurfi mikla erlenda fjárfestingu.  En það gildir sama um hann og ýmsar aðrar staðhæfingar í pólitísku „umræðunni“ á Íslandi:  Það eru aldrei færð fram nein rök, og allt of fáu fjölmiðlafólki dettur í hug að spyrja þá út úr sem slíku halda fram. Þangað til einhver rök […]

Fimmtudagur 10.11 2011 - 22:55

Hvað veit Magnús Orri um áform Huangs Nubo?

Magnús Orri Schram skrifaði bloggpistil í dag um kaup Huangs Nubo á Grímsstöðum á Fjöllum, sem Magnús virðist áfram um, af því að „Ísland þurfi á erlendri fjárfestingu að halda til hagvaxtar“.  Þessi gatslitna klisja um að „Ísland  þurfi á erlendri fjárfestingu að halda“ er að vísu aldrei rökstudd (sem er sérkennilegt, og þar að […]

Sunnudagur 06.11 2011 - 12:39

Eru ekki allir hressir?

Það er búið að eyðileggja mikið af lífríkinu í Lagarfljóti, öfugt við staðhæfingarnar áður en farið var af stað. Hellisheiðarvirkjun dreifir brennisteinsvetni í miklu magni og veldur hörðum jarðskjálftum, sem hvorugt var kynnt áður en framkvæmdir hófust. Í Svartsengi er ekki mikið lengur hægt að dæla affallssvatninu niður í hraunið svo það þarf væntanlega að […]

Höfundur

Einar Steingrímsson
Nánar um höfund ...
RSS straumur: RSS straumur