Þriðjudagur 08.05.2012 - 11:19 - 4 ummæli

Hlutafélög og upplýsingalög

Í þessum nýlega dálki í Guardian er varpað fram nýstárlegri en tímabærri hugmynd. Í stuttu máli:

Hlutafélög grundvallast á því að eigendurnir, þeir sem hirða gróðann, bera enga ábyrgð á þeim skuldum sem þeir safna, eða þeim skaða sem þeir geta valdið, ef allt fer á versta veg. Hvort tveggja lendir á samfélaginu og/eða fólki sem ekkert hefur til saka unnið, né heldur nokkurn tíma deilt gróðanum. (Enda mun Adam Smith, sem frjálshyggjupostular vitna gjarnan í, hafa verið andvígur hlutafélögum, af því að eigendur þeirra bæru ekki ábyrgð á afleiðingum gerða sinna.)

Af því að hlutafélögin njóta þannig verndar samfélagsins, og aðrir þurfa að bera skaðann sem þau valda, þá er óeðlilegt annað en að almenningur hafi fulla innsýn í starf þeirra. Þess vegna ættu upplýsingalög (sem eru allt of veik á Íslandi, en það er annað mál) að ná yfir hlutafélög líka. Til að fara ekki allt of bratt í þetta mætti byrja á bönkunum. Þeir hafa valdið almenningi gríðarlegum skaða, og eru enn með ríkisábyrgðir, svo það er eðlilegt að þeir þurfi að starfa alveg fyrir opnum tjöldum.

Flokkar: Óflokkað

«
»

Ummæli (4)

 • Grétar Thor Ólafsson

  Pétur Blöndal et al. hefur nokkrum sinnum komið inn á þetta og m.a. lagt fram frumvarp til laga um gegnsæ hlutafélög, þar sem eignarhald hlutafélaga er upplýst og gegnsætt 100%.
  http://www.althingi.is/altext/138/s/0876.html
  http://www.althingi.is/altext/137/s/0005.html
  http://www.visir.is/article/2009378834905

 • Björn Kristinsson

  En þegar stjórnmálamenn virða ekki fjárlög ?

  En þegar stjórnmálamenn þenja út ríkiskerfið þannig að það verði sífellt dýrara í rekstri. Slíkt endar á á saklausu fólki.

  Væri ekkert réttast að stjórnmálamenn byrjuðu á sjálfum sér ! Af nógu er að taka þar.

 • Ég tek sannarlega undir að það þurfi skilvirkara eftirlit með stjórnsýslunni. Íslensku upplýsingalögin eru mjög v0nd, því þau grundvallast á þeirri afstöðu að stjórnvöld eigi upplýsingarnar og skammti þær úr hnefa, og að almenningi sé gert mjög erfitt fyrir að komast yfir þær.

 • Hjalti Atlason

  Það er skandínavískur banki sem starfar fyrir opnum tjöldum, þeir buðu styrk ef einhver vildi stofna þannig banka hér á landi.

Rita ummæli

Kæfuvörn:   Hver er summan af tveimur og átta? Svar:

Höfundur

Einar Steingrímsson
Nánar um höfund ...
RSS straumur: RSS straumur