Færslur fyrir flokkinn ‘Óflokkað’

Sunnudagur 29.09 2013 - 11:04

Háskóli selur sig

Eiginlega ætti ekki að þurfa að segja meira til þess að fólki sortni fyrir augum en það sem sagt er frá í þessari frétt: Samtök atvinnulífsins og Háskólinn á Bifröst stofnuðu í dag Rannsóknastofnun atvinnulífsins – Bifröst, en á vegum hennar verður unnið að margvíslegum rannsóknaverkefnum í þágu atvinnulífsins. Samtök atvinnulífsins hafa ákveðið að leggja […]

Fimmtudagur 11.07 2013 - 21:13

Misskilningur um norsku aðferðina

Þess misskilnings hefur orðið vart í fjöl- og samfélagsmiðlum að bekkurinn sem lögreglumaður nokkur barði máttlausri konu svolítið utan í, við skyldustörf, hafi ekki átt að vera þarna, eða að það hafi a.m.k. verið óheppilegt að hann skyldi vera að þvælast þarna fyrir. Þetta er kolrangt. Samkvæmt norsku aðferðinni á einmitt fyrst að slengja svona […]

Þriðjudagur 09.07 2013 - 15:32

Ólafur Ragnar, veiðigjöld, valdaklíkur

Ég vona að ég hafi rangt fyrir mér, en ég óttast að Ólafur Ragnar muni skrifa undir lögin um lækkun veiðigjaldsins, sem þýðir margra milljarða gjöf til forríkra útgerðareigenda, á kostnað almennings í landinu. Vafalaust mun Ólafur reyna að rökstyðja ákvörðun sína, þótt augljóst sé að hann brjóti gegn þeim grundvallarreglum sem hann hefur sjálfur […]

Miðvikudagur 19.06 2013 - 10:47

Forsetinn vill þjóðaratkvæði um kvóta?

Nýja ríkisstjórnin vill láta það verða sitt fyrsta verk að lækka stórlega veiðigjaldið sem samþykkt var á síðasta þingi, þrátt fyrir að útgerðin í landinu hafi rakað saman ofsagróða undanfarin ár  og ekkert bendi til að lát verði á því.  Ríkisstjórnin vill þannig minnka tekjur ríkisins fyrir afnot af þessari sameiginlegu auðlind landsmanna um marga […]

Föstudagur 31.05 2013 - 10:53

Mjólkurpeningunum eytt í brennivín

Margir flóttamenn sem sótt hafa um hæli á Íslandi hafa þurft að bíða, jafnvel árum saman, eftir að mál þeirra væru afgreidd.  Í mörgum tilvikum hefur Útlendingastofnun tafið málsmeðferð með vinnubrögðum sem eru fyrir neðan allar hellur, og einkennast af fúski og algeru virðingarleysi fyrir réttindum hælisleitendanna.  Stofnunin hefur einnig brotið gegn mannréttindasáttmála Evrópu, og þá […]

Miðvikudagur 29.05 2013 - 10:49

Vill Róbert Wessman eignast banka?

Róbert Wessman vill að „kröfuhafar framselji bankana til Bankasýslunnar“, samkvæmt frétt á Eyjunni í fyrradag, um sérstakan „morgunverðarfund Eyjunnar“ um hina svokölluðu snjóhengju.  Eyjan birti líka langa frétt um skoðanir hóps sem Róbert er í forsvari fyrir, snjohengjan.is.  Einnig fékk Róbert gott pláss í Silfri Egils í síðasta mánuði til að útskýra þessar hugmyndir sínar, og […]

Mánudagur 27.05 2013 - 14:32

Eyjan og Róbert Wessman

Í dag var frétt á Eyjunni með yfirkriftinni „Önnur kreppa vofir yfir verði ekkert að gert„.  Þar er fjallað um erindi Róberts Wessmans á „morgunverðarfundi Eyjunnar um snjóhengjuvandann“.  Þessi frétt er, eins og svo oft í íslenskum fjölmiðlum, lítið umskrifuð yfirlýsing frá hópi sem Róbert tilheyrir, hópi sem hefur ákveðnar skoðanir á því hvernig eigi […]

Föstudagur 10.05 2013 - 11:18

Grimmdarverk í uppsiglingu?

Í tilefni af því sem fram kemur í þessari frétt sendi ég Ögmundi innanríkisráðherra eftirfarandi póst.  Ég hvet alla sem telja þetta mikilvægt mannréttindamál til að skrifa Ögmundi. Netföng hans eru    ogmundur.jonasson@irr.is   og   ogmundur@althingi.is ____________________________________________________ Sæll Ögmundur Miðað við þessa frétt, http://visir.is/vilja-drekkja-ogmundi-i-tolvuposti/article/2013130509308, er í uppsiglingu grimmdarverk, sem þú berð ábyrgð á, en getur enn […]

Miðvikudagur 08.05 2013 - 09:57

Háskóli Íslands vill ekki útlendinga

Háskóli Íslands hefur það yfirlýsta markmið að komast í fremstu röð meðal háskóla heimsins, og reyndar ekki aftar en meðal hundrað bestu.  Margir hafa gert grín að þessu markmiði og talið það óraunhæft.  Undir það má e.t.v. taka, en hitt er mikilvægara að ef forysta skólans hefði í raun áhuga á að gera skólann frambærilegan […]

Fimmtudagur 02.05 2013 - 09:25

Að níðast á ungum drengjum

Nýlega kom út „Skýrsla og tillögur um aukinn hlut karla í jafnréttismálum„, unnin af starfshópi á vegum Velferðarráðuneytisins, en í honum sátu níu karlar, undir formennsku Jóns Yngva Jóhannssonar.  Það væri efni í marga pistla að fjalla um allar órökstuddu fullyrðingarnar sem fram eru settar í skýrslunni (eða „studdar“ með vísun í titla á stöku […]

Höfundur

Einar Steingrímsson
Nánar um höfund ...
RSS straumur: RSS straumur