Vinur minn sagði einu sinni, eftir reynslu af einmitt þess konar tagi, að á Íslandi væri ekki hægt að vera í tuttugu manna samkvæmi án þess að einhver gestanna þekkti NN persónulega (þar sem NN getur verið hvaða þekktur Íslendingur sem er). Þess vegna væri ekki hægt að tala um vammir og skammir NN, ef einhverjar væru, bæði af tillitssemi […]
Þeir Ágúst Þór Árnason og Skúli Magnússon hafa nýlega lagt fram tillögu að nýrri stjórnarskrá sem óhætt er að segja að sé stefnt gegn tillögum Stjórnlagaráðs, sem þeir virðast telja of „róttækar“, enda felur tillaga þeirra félaga í sér litlar breytingar frá núverandi stjórnarskrá, nema hvað varðar ákvæði um þjóðareign á auðlindum, sem þeir vilja […]
Árið 1997 fengu Robert C. Merton og Myron Scholes Nóbelsverðlaunin í hagfræði. (Það er reyndar ekki alveg rétt, því umrædd verðlaun veitir sænski seðlabankinn og kallar „verðlaun til minningar um Alfred Nobel“, og þeir eru til sem telja að þessi verðlaun séu álíka mikill virðingarvottur við Alfred og þegar friðarverðlaunin voru veitt Henry Kissinger, eða […]
(ATH: Þetta er ekki blogg í venjulegum skilningi, heldur er ég bara að fiska eftir tilteknum upplýsingum, frá fólki sem hefur jákvæða afstöðu til þess sem spurt er um.) Ég þekki margt fólk sem telur núverandi ríkisstjórn hafa gert margt gott. Mig langar að safna saman því helsta á þeim lista, til að gera mér […]
Hér er hægt að koma á framfæri athugasemdum sem ekki eiga heima við pistilinn hér að ofan.
Þau eru orðin mörg dómsmálin á Íslandi þar sem fólk hefur verið sakfellt fyrir að segja skoðun sína á mönnum og málefnum, og jafnvel fyrir að segja sannleika sem áður hafði birst í fjölmiðlum. Ég hef fylgst nokkuð vel með fjölmiðlum í tveimur öðrum löndum í langan tíma, Bandaríkjunum og Svíþjóð. Þessi lönd eru gerólík […]
Margir hafa talað um það síðustu mánuði og ár að nauðsynlegt sé að „sameina“ landsmenn í stað þess að „ala á sundrungu“. Það gleymist hins vegar yfirleitt að útskýra um hvað á að sameina fólk, en erfitt er að skilja sameiningar- og samstöðutalið öðru vísi en að við eigum að sameinast um að vera nokkurn […]
Margir stuðningsmenn Þóru Arnórsdóttur lögðu ofuráherslu á það í upphafi að finna þyrfti frambjóðanda sem gæti fellt Ólaf Ragnar og að hún væri sá eini sem það gæti. Þetta fólk er annað hvort sammála afstöðu Þóru um hlutverk embættisins, eða telur hana aukaatriði, því mikilvægast sé að koma Ólafi frá og fá „frambærilega“ manneskju í […]
Svolítil umræða hefur spunnist öðru hverju síðustu mánuði um 25. grein stjórnarskrárinnar, sem hljóðar svo: Forseti lýðveldisins getur látið leggja fyrir Alþingi frumvörp til laga og annarra samþykkta. Þessi grein hefur aldrei verið notuð af forseta, og ýmsir hafa haldið fram að hún þýði alls ekki að forseti geti lagt fram frumvörp á Alþingi. „Röksemdirnar“ […]
Þóra Arnórsdóttir hefur nú sagt nokkuð skýrt frá afstöðu sinni til forsetaembættisins. Í því kemur fátt á óvart, því hér er ekki um neitt nýtt að ræða, heldur staðfestir hún vandlega þá afturhaldssömu mynd sem hún hefur af embættinu. Hér eru nokkrar úrklippur úr ræðu hennar frá í dag, og athugasemdir við hana. Þóra segir […]