Föstudagur 11.01.2013 - 13:56 - FB ummæli ()

Harka ríkisstjórnarinnar gagnvart Skagfirðingum

Flestum er ljóst að í kjölfar hrunsins þurfti að herða að í rekstri ríkisins og skoruðust Skagfirðingar ekki undan því að taka á sig auknar byrðar í sama mæli aðrir landsmenn. Reyndar höfðu ráðherrar ríkisstjórnarinnar, s.s. Guðbjartur Hannesson, gefið út þær yfirlýsingar fyrir síðustu kosningar að þeim landshlutum yrði sérstaklega hlíft við  niðurskurði, sem fóru varhluta af þenslunni og „góðærisgleðinni“ fyrir hrunið.

Sú hefur alls ekki orðið raunin, heldur hafa niðurskurður og álögur ríkisstjórnarinnar einkum bitnað á hinum dreifðu byggðum landsins. Opinber fjárframlög hafa til dæmis dregist saman til menningarstarfs í dreifbýlinu og Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga.

Í Skagafirði hefur niðurskurðurinn verið einkar harkalegur, en störfum hefur verið fækkað 50% meira þar en að jafnaði á landsvísu eða um hátt í 60 störf frá árinu 2008 –  og enn boðar ríkisstjórnin frekari niðurskurð í Skagafirði.  Nú berast þau tíðindi að 130 ára sögu sýslumannsembættisins í Skagafirði sé að ljúka, þrátt fyrir að innanríkisráðherra hafi gefið það í skyn að til þess myndi ekki koma! Ef að sýslumannsembættið verður lagt niður, er nokkuð ljóst að niðurskurðinum í sveitarfélaginu er ekki lokið.

Stefna ríkisstjórnarinnar er augljós gagnvart Skagafirðingum og reyndar landsbyggðinni allri – það er verið að leggja byggðirnar niður. Þessi stefna gagnvart dreifðu byggðunum er óskiljanleg vegna þess að í sjávarbyggðunum verður til drjúgur hluti af útflutningstekjum þjóðarinnar og gæti hann orðið ennþá meiri ef atvinnufrelsi verður aukið. Niðurskurðurinn í Skagafirði

Flokkar: Óflokkað

«
»

Facebook ummæli

Vinsamlegast athugið:
Ummæli eru á ábyrgð þeirra sem þau skrifa. Eyjan áskilur sér þó rétt til að fjarlægja óviðeigandi og meiðandi ummæli.
Tilkynna má óviðeigandi ummæli í netfangið ritstjorn@eyjan.is

Höfundur

Sigurjón Þórðarson
Líffræðingur og sveitarstjórnarmaður á Sauðárkróki.
RSS straumur: RSS straumur