Ég var að horfa á Illuga Gunnarson þingmann, á stöð 2. Í máli hans kom fram að stefna Sjálfstæðisflokksins væri að leyfa fólki að greiða skattfrítt 100 þúsund krónur inn á lán, á mánuð. Þannig gæfi ríkissjóður eftir 40 þús krónur, á hvern einstakling á mánuði. Á ári yrði upphæðin 40 þúsund kr. x 12 mán = 480 þús kr. í eftirgjöf. Ef við gefum okkur að flestir fari þessa leið, enda margborgar hún sig þótt fólk þyrfti að skuldsetja sig fyrir henni, þá lítur dæmið svo út: 480 þús x 150 þús skattgreiðendur = 72.000.000.000 eða 72 milljarðar. Þetta sagði Illugi að myndi kosta ríkissjóð 16 milljarða! Kann Illugi og Sjálfstæðisflokkurinn ekki á reiknivél? Hvað eru blaðamenn að reikna og allar greiningadeildirnar sem hafa verið endurlífgaðar?
Mögulega hefur margföldunartaflan einnig hrunið í hruninu – var ég þó að vona að hún væri enn uppistandandi á Íslandi.