Það dylst fáum sem fylgjast með nýjum forsætisráðherra að brúnin er farin að þyngjst á Sigmundi Davíð, enda hefur honum ekkert orðið ágengt í að kynna raunverulegar lausnir til lausnar á skuldamálum heimilanna. Nú er hann jafnvel farinn að gefa það í skyn að lítið verði að frétta af úrbótum fyrr en í fyrsta í […]
Framsóknar- og Sjálfstæðisflokkur héldu uppi harðri stjórnarandstöðu gegn ríkisstjórn Jóhönnu Sigurðardóttur, einkum í þeim málum sem snéru að því þegar fyrrverandi ríksstjórnarflokkar móuðust með hangandi hendi við að fara í viðkvæm mál á borð við uppgjör við Hrunið og stjórnkerfisbreytingar. Atgangurinn var mestur í Landsdómsmálinu, stjórnarskrármálinu og jú þegar Jón Bjarnason steig nokkur hænufet til […]
Í stjórnarsáttmála nýrrar ríkisstjórnar er fátt sem hönd á festir og er hann harla loðinn. Stjórnarsáttmálinn, sem innblásinn er af ágætum þjóðræknum gildum, tekur jafnvel ekki af öll tvímæli um hvert skuli stefna í Evrópumálum. Viðræðum er ekki slitið heldur er gert hlé á þeim þar til þjóðin hefur sagt sína skoðun á ferlinu. Það […]
Ég er nýkominn af tveggja daga fundi framkvæmdastjóra heilbrigðiseftirlitssvæða, sem rekin eru af sveitarfélögum landsins auk þess sóttu fundinn fulltrúar Umhverfisstofnun, Matvælastofnunar og ráðuneyta umhverfismála og atvinnu- og nýsköpunar. Fundurinn var haldinn á Hótel Geysi í Haukadal. Ekki er hægt að láta hjá líða að minnast á þau frábæru veisluföng sem hótelið bauð upp á og ég reikna með að koma […]
Í síðustu viku, þ.e. vikuna fyrir kosningar, lá Framsóknarflokknum gríðarlega á að aflétta umsátursástandinu um heimili landsins. Eftir hagstæð úrslit kosninganna fyrir flokkinn, hafa Framsóknarmenn tekið því rólega, spáð í spilin og boðið, í umboði Ólafs Ragnars Grímssonar, öðrum flokkum, sem eiga sæti á Alþingi, upp á að gera hosur sínar grænar fyrir Framsóknarflokknum. Þeir […]