Föstudagur 31.05.2013 - 23:03 - FB ummæli ()

Framsóknarflokkurinn kemst ekkert áfram

Það dylst fáum sem fylgjast með  nýjum forsætisráðherra að brúnin er farin að þyngjst á Sigmundi Davíð, enda hefur honum ekkert orðið ágengt í að kynna raunverulegar lausnir til lausnar á skuldamálum heimilanna. Nú er hann jafnvel farinn að gefa það í skyn að lítið verði að frétta af úrbótum fyrr en í fyrsta í lagi í haust.

Boðaðar tafir Framsóknarflokksins á aðgerðum í þágu heimilanna hljóta að koma landsmönnum í opna skjöldu þar sem að stjórnarmyndunarviðræður voru á forsendum flokksins og þegar þær voru í höfn var kynnt, með miklum lúðrablæsti, að ráðist yrði strax í skuldamálin.

Ráðamenn verða að gefa nánari skýringar á því hvað tefur boðaðar aðgerðir sem í kosningabaráttunni voru sagðar verða að koma til framkvæmda  án nokkurra tafa.

Mögulega er sú skýring rétt, sem borist hefur innan úr herbúðum Framsóknar, að samstarfsflokkurinn sé að draga lappirnar  og leggi áherslu á enn frekari útreikninga á hinum ýmsu útfærslum áður en leiðir verða kynntar.  Eitt er þó víst að með hverjum deginum sem líður í aðgerðarleysi fyrir heimilin á meðan mál sem snúa að því að létta álögum af auðlegðarfólki fá flýtimeðferð á stjórnarheimilinu, að þá mun fjara fljótt undan Framsóknarflokknum.

 

 

 

Flokkar: Óflokkað

«
»

Facebook ummæli

Vinsamlegast athugið:
Ummæli eru á ábyrgð þeirra sem þau skrifa. Eyjan áskilur sér þó rétt til að fjarlægja óviðeigandi og meiðandi ummæli.
Tilkynna má óviðeigandi ummæli í netfangið ritstjorn@eyjan.is

Höfundur

Sigurjón Þórðarson
Líffræðingur og sveitarstjórnarmaður á Sauðárkróki.
RSS straumur: RSS straumur