Færslur fyrir júní, 2013

Miðvikudagur 26.06 2013 - 09:53

Að setja sjálfan sig að veði

Formaður Verkalýðsfélags Akraness hefur lengi verið einn einarðasti andstæðingur verðtryggingarinnar. Þegar það var komið á hreint að boðuð skjaldborg Samfylkingarinnar var plat þá gerðist hann einn harðasti andstæðingur síðustu ríkisstjórnar. Ekki lét hann þar við sitja heldur greiddi því eðlilega götu, fyrrverandi stjórnarandstöðuflokka og þó einkum Framsóknarflokksins, í aðdraganda síðustu Alþingiskosninga. Vihjálmur Birgisson hefur sett sig í þá stöðu […]

Sunnudagur 23.06 2013 - 22:52

Veiðileyfagjaldið og frjáls markaður

Talsmenn Framsóknar- og Sjálfstæðisflokks eru komnir út í algera þvælu í röksemdafærslum sínum þegar þeir reyna að skýra það út fyrir þjóðinni hvers vegna það sé í forgangi að aflétta álögum af þeim sem njóta einokunarforréttinda til þess að nýta sameiginlega auðlind þjóðarinnar. Sömuleiðis er ekki mikill hljómgrunnur fyrir því að aflétt verði sérstaklega sköttum af ríkustu Íslendingunum áður en skuldir heimilanna […]

Fimmtudagur 20.06 2013 - 21:50

Skagfirðingar ríða á vaðið

Allt stefnir í að Sveitarfélagið Skagafjörður ríði á vaðið hvað varðar breytingar á  innheimtuaðgerðum í ljósi loforða ríkisstjórnarinnar um skuldaleiðréttingar heimilanna.   Á fundi sveitarstjórnar Skagafjarðar í dag lagði ég fram eftirfarandi tillögu: Sveitarstjórn Skagafjarðar samþykkir að fresta öllum kostnaðarsömum innheimtuaðgerðum. Ríkisstjórn Íslands hefur boðað stórtækar aðgerðir til lausnar á skuldavanda heimilanna. Það er ljóst að […]

Sunnudagur 09.06 2013 - 22:21

Brennivín og fiskur

Eitt helsta baráttumál þeirra sem hafa gengið fram undir gunnfána frelsis í viðskiptum á Íslandi, er að auka frelsi með sölu áfengra drykkja í matvöruverlsunum. Þeir sem þykjast vilja ganga hvað lengst vilja brennivínið í matvörubúðir, en hófsemdarmenn í framangreindum hópi vilija takmarka frelsið við bjór og léttvín. Fyrir þessu hafa verið færð margvísleg og […]

Höfundur

Sigurjón Þórðarson
Líffræðingur og sveitarstjórnarmaður á Sauðárkróki.
RSS straumur: RSS straumur