Færslur fyrir september, 2013

Mánudagur 23.09 2013 - 22:54

Skoðanafrelsi á Sauðárkróki

Í pistli á Eyjunni nýlega var gert að því skóna að á Sauðárkróki, mínum heimabæ, ríkti alger skoðanakúgun, sem ætti sér helst hliðstæður í einræðisríkjum. Ekki get ég með nokkru móti fallist á þá skoðun pistlahöfundar. Ég hef mætt á félagsfundi Kaupfélagsins og rætt um þá staðreynd að Kaupfélag Skagfirðinga er stórt fyrirtæki á íslenskan mælikvarða […]

Þriðjudagur 17.09 2013 - 00:03

Róttækasta sveitarstjórn veraldar?

Andstæðingar skuldaleiðréttingar heimilanna hafa reynt hvað þeir geta til að rýra trúverðugleika forsætisráðherrans okkar, Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar. Undanfarið hefur sjónum verið beint að skófatnaði hans og hann jafnvel sagður virðast vera á “ hálfgerðu trippi“. Á næsta sveitarstjórnarfundi í Skagafirði gef ég Framsóknarmönnum í Skagafirði kost á því að lýsa yfir stuðningi og trausti við róttækustu […]

Miðvikudagur 11.09 2013 - 16:47

Jarðtengdir spámenn

Nokkur styr hefur staðið um það hvort eigi að byggja upp flutningskerfi roforku um landið með jarðstrengjum eða loftlínum. Enn sem komið er er dýrara að leggja jarðstrengi, en á móti kemur að jarðstrengir falla betur að umhverfinu og ættu að vera öruggari kostur. Nýlega kom út skýrsla um þjóðhagslegt gildi uppbyggingar flutningskerfis Landsnets. Þar […]

Mánudagur 09.09 2013 - 23:53

Dauðasveitin breyttist í björgunarsveit

Formaður hagræðingarhóps ríkisstjórnarinnar gaf frá sér óvænta yfirlýsingu í kvöld. Í henni kom fram að vinna hópsins gangi alls ekki út á  að koma fram með beinar niðurskurðartillögur, sem nýst gætu við fjárlagagerðina, heldur miklu frekar út á að auka framleiðni og að gera eina krónu að tveimur. Þorri landsmanna hefur staðið í þeirri trú […]

Sunnudagur 08.09 2013 - 21:53

Sammála Árna Páli

Í morgun fór formaður Samfylkingarinnar mikinn í útvarpsþættinum Sprengisandi í lýsingum á því að ríkisstjórnin hefði nær ekkert gert og það sem þó hefði verið gert, hefði betur verið ógert.  Ég var að mörgu leyti sammála Árna Páli um að gjörðir ríkisstjórnarinnar lofi alls ekki góðu og séu ekki í neinu í samræmi við stóryrt […]

Miðvikudagur 04.09 2013 - 01:49

Urðu gjaldeyrishöftin Thule að falli?

Hún er fyrir ýmsa sakir umhugsunarverð umfjöllun Helga Seljan í Kastljósinu um fjárfestingar fjölmargra lífeyrissjóða á Tortola í gegnum Thule Investments. Þær spurningar sem vakna eru m.a. hvort að launþegar sem hafa verið hingað til skyldugir til að greiða inn í lífeyrissjóðina eigi eftir að fá fleiri  fréttir af fjárfestingarævintýrum með ævisparnaðinn á Tortúla? Sömuleiðis […]

Höfundur

Sigurjón Þórðarson
Líffræðingur og sveitarstjórnarmaður á Sauðárkróki.
RSS straumur: RSS straumur