Miðvikudagur 11.09.2013 - 16:47 - FB ummæli ()

Jarðtengdir spámenn

Nokkur styr hefur staðið um það hvort eigi að byggja upp flutningskerfi roforku um landið með jarðstrengjum eða loftlínum. Enn sem komið er er dýrara að leggja jarðstrengi, en á móti kemur að jarðstrengir falla betur að umhverfinu og ættu að vera öruggari kostur.

Nýlega kom út skýrsla um þjóðhagslegt gildi uppbyggingar flutningskerfis Landsnets. Þar er spáð til um að ávinningurinn af uppbyggingu kerfisins muni verða allt að 144 milljarðar króna til ársins 2040.  Annar skýrsluhöfundanna er hagfræðingur og vanur spámaður, en hann hefur m.a. spáð fyrir um vöxt íslenskra fiskistofna samkvæmt ákveðinni aflareglu auk þess sem hann spáði fyrir um mikinn styrk íslenska fjármálakerfisins skömmu fyrir síðasta efnahagshrun.

Ef menn gefa sér að hagfræðispáin sé öllu réttari nú en fyrri spár sérfræðingsins, þá er ekki eftir neinu að bíða og mál að hefjast strax handa við að endurbæta flutningskerfið og vera alls ekki að tefja verkið með deilum um hvort að leggja eigi jarðstrengi á viðkvæmum stöðum heldur einfaldlega að leggja jarðstrengi á þeim stöðum þar sem ágreiningur er uppi.

Sá aukalegi kostnaður sem áætlaður er vegna lagningar jarðstrengs virðist smávægilegur miðað við fyrirhugaðan ávinning og því óþarfi að tefja verkið.

Flokkar: Óflokkað

«
»

Facebook ummæli

Vinsamlegast athugið:
Ummæli eru á ábyrgð þeirra sem þau skrifa. Eyjan áskilur sér þó rétt til að fjarlægja óviðeigandi og meiðandi ummæli.
Tilkynna má óviðeigandi ummæli í netfangið ritstjorn@eyjan.is

Höfundur

Sigurjón Þórðarson
Líffræðingur og sveitarstjórnarmaður á Sauðárkróki.
RSS straumur: RSS straumur