Miðvikudagur 22.01.2014 - 21:34 - FB ummæli ()

Víðsýnir Skagfirðingar vilja skoða „Norsku leiðina“

Á sveitarstjórnarfundi í dag lagði ég fram eftirfarandi ályktun sem felur í sér að skoða Norsku leiðina þ.e. aukið frelsi fyrir smábáta.

Sveitarstjórn Skagafjarðar skorar á ríkisstjórn Íslands að kynna sér forsendur þess að Norðmenn gáfu veiðar smábáta frjálsar um síðustu áramót með þeim hætti að allir bátar sem hafa veiðileyfi og eru undir 11 metrum mega veiða óheft hvaða fisktegund sem er. Góð reynsla strandveiða sýnir að aukið frelsi til veiða eflir líf í sjávarbyggðum og engin spurning er um að atvinnulíf á Hofsósi,í Fljótum og á Sauðárkróki tæki fjörkipp ef veiðar smábáta yrðu gefnar frjálsari. Einföldun regluverks mun einnig koma nýjum sprota í atvinnulífi Skagafjarðar mjög til góða þ.e. plastbátagerðinni Mótun ehf, sem Sveitarfélagið Skagafjörður hefur lagt umtalsverða fjármuni í.

Það skemmst frá því að segja að tillagan var samþykkt efnislega en með einhverjum orðalagsbreytingum, en  að vísu í harðri andstöðu fulltrúa Sjálfstæðisflokksins!  Ekki skildi ég hvað flokkur einstaklingsfrelsis var á móti auknu frelsi en það er rétt að hrósa fulltrúum Framsóknarflokksins fyrir víðsýni í þessu máli.  Það er jákvætt að sjá hve fjárfesting Kaupfélags Skagfirðinga í bátasmíði hefur opnað augu manna fyrir gríðarmiklum möguleikum í smábátaútgerð.

Flokkar: Óflokkað

«
»

Facebook ummæli

Vinsamlegast athugið:
Ummæli eru á ábyrgð þeirra sem þau skrifa. Eyjan áskilur sér þó rétt til að fjarlægja óviðeigandi og meiðandi ummæli.
Tilkynna má óviðeigandi ummæli í netfangið ritstjorn@eyjan.is

Höfundur

Sigurjón Þórðarson
Líffræðingur og sveitarstjórnarmaður á Sauðárkróki.
RSS straumur: RSS straumur