Ég á orðið æ erfiðara með að skilja pólitískan leiðtoga þjóðarinnar, Sigmund Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra. Á honum er að heyra að nánast væri blæbrigðamunur á afstöðu Vilhjálms Bigissonar sem vill afnema verðtrygginguna strax og meirihluta nefndarinnar sem hann sat í og fékk það hlutverk að útfæra leiðir til þess að afnema verðtrygginguna. Nefndin komst sem frægt er orðið, óvænt að þeirri niðurstöðu að festa beri verðtrygginguna í festi næstu áratugina!
Mögulega er skýringin á því að sú hreina della um að nánast enginn munur sé á að festa verðtrygginguna í sessi og afnema hana, er að stjórnarandstaðan á Alþingi hefur takmarkaðan áhuga og trú á að hægt sé að afnema verðtrygginguna.