Sunnudagur 26.01.2014 - 21:32 - FB ummæli ()

Hvert er forsætisráðherra að fara?

Ég á orðið æ erfiðara með að skilja pólitískan leiðtoga þjóðarinnar, Sigmund Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra.  Á honum er að heyra að nánast væri blæbrigðamunur á afstöðu Vilhjálms Bigissonar sem vill afnema verðtrygginguna strax  og meirihluta nefndarinnar sem hann sat í og  fékk það hlutverk að útfæra leiðir til þess að afnema verðtrygginguna.  Nefndin komst sem frægt er orðið,  óvænt að þeirri niðurstöðu að festa beri verðtrygginguna í festi næstu áratugina!

Mögulega er skýringin á því að sú hreina della um að nánast enginn munur sé á að festa verðtrygginguna í sessi og afnema hana, er að stjórnarandstaðan á Alþingi hefur takmarkaðan áhuga og  trú á að hægt sé að afnema verðtrygginguna.

 

 

Flokkar: Óflokkað

«
»

Facebook ummæli

Vinsamlegast athugið:
Ummæli eru á ábyrgð þeirra sem þau skrifa. Eyjan áskilur sér þó rétt til að fjarlægja óviðeigandi og meiðandi ummæli.
Tilkynna má óviðeigandi ummæli í netfangið ritstjorn@eyjan.is

Höfundur

Sigurjón Þórðarson
Líffræðingur og sveitarstjórnarmaður á Sauðárkróki.
RSS straumur: RSS straumur