Þriðjudagur 28.01.2014 - 23:39 - FB ummæli ()

Steingrímur J. fór eftir leiðbeiningum SA

Það er virkilega gott framtak hjá Víglundi Þorsteinssyni sem hefur verið einn helsti áhrifamaður í Samtökum atvinnulífsins að upplýsa um ruglandann í kjölfar hrunsins. Ráðamenn sömdu þá um Icesave og sýndu erlendum kröfuhöfum mikla gæsku. Ráðamenn veittu sömuleiðis ríkulegar afskriftir og skattaafslátt til handa fjárglæframönnum.

Víglundur Þorsteinsson hleypur í umfjöllun sinni einhverra hluta vegna yfir þá staðreynd um meint lögbrot Steingríms J. og félaga í samningum við erlenda kröfuhafa að Steingrímur J. fór í einu og öllu eftir beinum leiðbeiningum Samtaka atvinnulífsins. Það var beinlínis krafa forystumanna SA að koma viðskiptabönkunum í hendurnar á erlendum kröfuhöfum og var jafnvel sögð vera ein af helstu forsendum endurreisnarinnar. Önnur hávær krafa samtakanna var að viðhalda óbreyttu kvótakerfi í sjávarútvegi.

Það sem Steingrímur J. og félagar gerðu sig seka um var að fara nánast í einu og öllu eftir leiðbeiningum SA og Alþjóðgjaldeyrissjóðsins.

Flokkar: Stjórnmál og samfélag

«
»

Facebook ummæli

Vinsamlegast athugið:
Ummæli eru á ábyrgð þeirra sem þau skrifa. Eyjan áskilur sér þó rétt til að fjarlægja óviðeigandi og meiðandi ummæli.
Tilkynna má óviðeigandi ummæli í netfangið ritstjorn@eyjan.is

Höfundur

Sigurjón Þórðarson
Líffræðingur og sveitarstjórnarmaður á Sauðárkróki.
RSS straumur: RSS straumur