Laugardagur 01.02.2014 - 21:00 - FB ummæli ()

Letilegt þing

Ríkisstjórninni með sjálfan Framsóknarflokkinn í fararbroddi virðist ekki liggja neitt á að framfylgja kosningaloforðum sínum um að aflétta umsátursástandi um heimilin og koma hjólum atvinnulífsins af stað.  Ekkert frumvarp hefur séð dagsins ljós um aðgerðir í þágu heimilanna, þó svo mánuður sé liðinn af árinu 2014.  Nú er nýhafin kjördæmavika og því litlar líkur á því að nokkurt frumvarp komi fram um stærstu skuldaleiðréttingar veraldar, fyrr en í fyrsta lagi um miðjan febrúar.

Ef litið er yfir þau þingmál sem stjórnarandstaðan hefur lagt fram,  þá tel ég afar ólíklegt að þingmenn stjórnarandstöðunnar hafi legið löngum stundum sveittir yfir frumvarpsskriftum. Engin spurning er að  þingmálið um „mótun stefnu í gjaldmiðilsmálum“   sé efnismesta mál þingmanna Bjartrar Framtíðar.  Ef það nær fram að ganga felur það fyrst og fremst í sér að ríkisstjórnin móti sér einhverja stefnu í gjaldmiðilsmálum!

Flokkar: Óflokkað

«
»

Facebook ummæli

Vinsamlegast athugið:
Ummæli eru á ábyrgð þeirra sem þau skrifa. Eyjan áskilur sér þó rétt til að fjarlægja óviðeigandi og meiðandi ummæli.
Tilkynna má óviðeigandi ummæli í netfangið ritstjorn@eyjan.is

Höfundur

Sigurjón Þórðarson
Líffræðingur og sveitarstjórnarmaður á Sauðárkróki.
RSS straumur: RSS straumur