Þriðjudagur 11.02.2014 - 19:24 - FB ummæli ()

Enginn sómi fyrir Háskóla Íslands

Nú hefur Lagastofnun Háskóla Íslands gefið út álitsgerð þar sem fullyrt er að Jón Bjarnason fyrrverandi sjávarútvegsráðherra hafi brotið lög þegar hann gaf rækjuveiðar frjálsar árið 2010.  Það var að sjálfsögðu kostaður fræðimaður LÍÚ sem gerði álitsgerðina sem telur þéttskrifaðar heilar 25 blaðsíður.  Í álitsgerðinni er hlaupið yfir að fjalla um dóm þar sem beinlínis er tekið á kröfu um ógildingu á stjórnarathöfnum ráðherra í rækjuveiðimálinu, en þeirri fráleitu kröfu var vísað frá dómi.  Sæmilega vitiborið fólk ætti að sjá í hendi sér  að áltisgerð um lögfræðileg álitamál þar sem sleppt er að fjalla um  dóma þar sem tekist er á um umfjöllunarefni álitsgerðarinnar, er ekki pappírsins virði. Aðrir starfsmenn Háskóla Íslands hljóta að setja sóma síns vegna spurningamerki við slíka starfsemi sem rekin er í nafni Háskóla Íslands.

Þegar rækjuveiðar voru gefnar frjálsar þá voru hagsmunir þjóðarinnar settir í öndvegi á kostnað afar þröngra sérhagsmuna.  Þeir sem réðu yfir heimildum til rækjuveiða höfðu ekki nytjað stofninn um árabil en í stað þess fénýttu þeir rækjukvóta í tegundatilfærslu og brask.

Rækjufrumvarp núverandi sjávarútvegsráðherra  felur í sér að veiðiheimildir flytjast aftur til þeirra sem voru löngu hættir að veiða.  Það mun að öllum líkindum verða til þess að  rækjuveiðiskipin verði á ný bundin við bryggju og þjóðarbúið fara á  mis við mikila verðmætasköpun.

Flokkar: Óflokkað

«
»

Facebook ummæli

Vinsamlegast athugið:
Ummæli eru á ábyrgð þeirra sem þau skrifa. Eyjan áskilur sér þó rétt til að fjarlægja óviðeigandi og meiðandi ummæli.
Tilkynna má óviðeigandi ummæli í netfangið ritstjorn@eyjan.is

Höfundur

Sigurjón Þórðarson
Líffræðingur og sveitarstjórnarmaður á Sauðárkróki.
RSS straumur: RSS straumur