Miðvikudagur 09.04.2014 - 21:41 - FB ummæli ()

Grátlegt brjálæði!

Enn á ný berast staðfestar fréttir af því að veiðistjórn Hafró gangi ekki upp. Þorskstofninn er á niðurleið og sú stefna að veiða minna til að geta veitt meira seinna hefur ekki skilað  neinu nú frekar en áður. Þetta er ekkert nýtt heldur hefur stofninn sveiflast niður á við margoft þó að farið hafi verið nákvæmlega eftir  ráðgjöf reiknifiskifræðinga í rúma tvo áratugi. Albert Einstein sagði  það vera brjálæði að endurtaka sama hlutinn aftur og aftur og búast við annarri niðurstöðu en áður.

Á Íslandi er ekki hlustað á þá sem haf ítrekað bent á skynsamlegri leiðir og brjálæðinu haldið áfram.

Flokkar: Stjórnmál og samfélag

«
»

Facebook ummæli

Vinsamlegast athugið:
Ummæli eru á ábyrgð þeirra sem þau skrifa. Eyjan áskilur sér þó rétt til að fjarlægja óviðeigandi og meiðandi ummæli.
Tilkynna má óviðeigandi ummæli í netfangið ritstjorn@eyjan.is

Höfundur

Sigurjón Þórðarson
Líffræðingur og sveitarstjórnarmaður á Sauðárkróki.
RSS straumur: RSS straumur