Miðvikudagur 18.06.2014 - 22:58 - FB ummæli ()

Vill launþegahreyfingin lög á verkföll?

Meirihluti hlutafjár Icelandair er með einum eða öðrum hætti í eigu lífeyrissjóða landsmanna. Fyrirtækið var endurreist af lífeyrissjóðunum eftir að hafa verið tæmt í aðdraganda hrunsins. Nokkrir frægir „viðskiptajöfrar“ komu að rekstrinum í þá daga. Ýmsar fléttur voru hnýttar til þess að draga fé út úr félaginu sem enn er verið að greiða úr.

Forstjóri Icelandair sem áður var formaður LÍÚ notfærir sér þá reynslu sína að nýta þjónustu stjórnvalda og Alþingis þegar einhverjir hagsmunir eru að veði. Í stað þess að eyða löngum stundum inni á erfiðum samningafundum með flugvirkjum  hefur það án efa verið handhægara að kalla þingið saman til þess að setja lög á starfsmenn fyrirtækisins.

Spurningin sem vaknar er hvort þessi aðferð stjórnenda Icelandair sé gerð með vilja eigenda fyrirtækisins, þ.e. launþegahreyfingarinnar.

 

Flokkar: Stjórnmál og samfélag

«
»

Facebook ummæli

Vinsamlegast athugið:
Ummæli eru á ábyrgð þeirra sem þau skrifa. Eyjan áskilur sér þó rétt til að fjarlægja óviðeigandi og meiðandi ummæli.
Tilkynna má óviðeigandi ummæli í netfangið ritstjorn@eyjan.is

Höfundur

Sigurjón Þórðarson
Líffræðingur og sveitarstjórnarmaður á Sauðárkróki.
RSS straumur: RSS straumur