Ómögulegt er að skýra út viðsnúning forsætisráðherra sem núna vill hækka matarskattinn en barðist harkalega gegn öllum slíkum hugmyndum fyrir örfáum árum þegar hann var í stjórnarandstöðu. Þetta lítur skelfilega pínlega út fyrir blessaðan manninn.
Ég heyrði í trúum og tryggum framsóknarmanni sem bar í bætifláka fyrir sinn mann og vildi meina að hækkunin væri af góðum hug, að forsætisráðherra vildi sporna gegn offitu. Sigmundur er náttúrlega sérfræðingur á sviði íslenskra kúra, þekkir málið út í hörgul og hefur eðlilega viljað grípa til mannúðlegra aðgerða.
Vill nokkur vera of feitur? Hmm.