Þriðjudagur 07.10.2014 - 22:24 - FB ummæli ()

Eru fangelsin betri staður fyrir börn en Skagafjörður?

Fyrir einu og hálfu ári síðan, var mikil umræða í fjölmiðlum um vistun sakhæfra barna í almennum fangelsum.  Bragi Guðbrandsson, forstjóri Barnaverndarstofu, sagði af því tilefni, að koma yrði upp úrræði sem fyrst til að uppfylla þær kröfur sem barnasáttmáli Sameinuðu þjóðanna  gerði þ.e. að börn sem dæmd séu í fangelsi afpláni ekki með fullorðnum.

 Nú þegar verið er að koma rækilega á móts við óskir Barnaverndarstofu og gera samning um rekstur stofnunar í Skagafirði sem vistar ungmenni sem hafa gerst brotleg við lög, þá hefði maður að óreyndu ætlað, að þeir sem hafa þann starfa að gæta hagsmuna barna, hefðu getað séð tækifæri á að gleðjast.  Nei svo er alls ekki heldur er reynt að rífa niður það góða starf sem unnið hefur verið í gegnum árin í Háholti.

Neikvæð og nánast rætin viðbrögð starfsmanna Barnaverndarstofu í fjölmiðlum, gefa því miður til kynna að þeir hafi ekki hag barnanna sem um ræðir í forgangi.

Flokkar: Óflokkað

«
»

Facebook ummæli

Vinsamlegast athugið:
Ummæli eru á ábyrgð þeirra sem þau skrifa. Eyjan áskilur sér þó rétt til að fjarlægja óviðeigandi og meiðandi ummæli.
Tilkynna má óviðeigandi ummæli í netfangið ritstjorn@eyjan.is

Höfundur

Sigurjón Þórðarson
Líffræðingur og sveitarstjórnarmaður á Sauðárkróki.
RSS straumur: RSS straumur