Miðvikudagur 10.09.2014 - 17:21 - FB ummæli ()

Er þjóðin of feit?

Ómögulegt er að skýra út viðsnúning forsætisráðherra sem núna vill hækka matarskattinn en barðist harkalega gegn öllum slíkum hugmyndum fyrir örfáum árum þegar hann var í stjórnarandstöðu. Þetta lítur skelfilega pínlega út fyrir blessaðan manninn.

Ég heyrði í trúum og tryggum framsóknarmanni sem bar í bætifláka fyrir sinn mann og vildi meina að hækkunin væri af góðum hug, að forsætisráðherra vildi sporna gegn offitu. Sigmundur er náttúrlega sérfræðingur á sviði íslenskra kúra, þekkir málið út í hörgul og hefur eðlilega viljað grípa til mannúðlegra aðgerða.

Vill nokkur vera of feitur? Hmm.

 

Flokkar: Stjórnmál og samfélag

«
»

Facebook ummæli

Vinsamlegast athugið:
Ummæli eru á ábyrgð þeirra sem þau skrifa. Eyjan áskilur sér þó rétt til að fjarlægja óviðeigandi og meiðandi ummæli.
Tilkynna má óviðeigandi ummæli í netfangið ritstjorn@eyjan.is

Höfundur

Sigurjón Þórðarson
Líffræðingur og sveitarstjórnarmaður á Sauðárkróki.
RSS straumur: RSS straumur