Frjálshyggjumaðurinn Elliði Vignisson var um árabil harðasti talsmaður algerlega frjáls framsals á veiðiheimildum. Bæjarstjórinn í Eyjum gekk þá hart fram og sagði þá, sem efuðust um dásemd þess að svipta heilu landshlutana veiðiheimildum, vera kommúnista. Fyrir nokkrum árum gerðist það sem var fyrirséð, þ.e. bæjarstjórinn fékk að bragða á eigin meðali þegar aflaheimildir fóru að týnast […]
Margt bendir til þess að ríkisstjórnin stefni beinlínis að því að setja lög á kjaradeilur. Í fyrsta lagi þá eiga sér engar alvöru viðræður sér stað á milli deiluaðila. Í öðru lagi þá tekur Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra þátt í þeim ljóta leik að ýkja kröfur launafólks. Ég held að í þessu sambandi sé rétt að […]
Kjarninn reiknaði það út að heildarvirði makrílkvótans væri um 150 milljarða króna, sem ríkisstjórninn ætlar að úthluta endurgjaldslaust með nýja makrílfrumvarpinu, Ef ríkisstjórn undir forystu framsóknarmannsins Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar kemur frumvarpinu í gegnum þingið, þá mun um 15% kvótans renna til HB Granda. Kristján Loftsson er langstærsti eigandi HB Granda en ætla má að hann ráði […]
Framámenn Framsóknarflokksins fara mikinn í að boða miklar skipulagsbreytingar í húsnæðismálum. Breytingarnar sem sagðar eru til langrar framtíðar eru lagðar fram algerlega óútfærðar og á allra síðustu stundu! Það er ekki einu sinni búið að meta kostnað við nýju frumvörpin sem komin eru fram. Sérkennilegt er að ráðherrann sem ber ábyrgð á málflokknum, Eygló Harðardóttir […]