Sunnudagur 17.05.2015 - 22:06 - FB ummæli ()

Grobb og Matvælastofnun Sameinuðu þjóðanna

Helstu rök þeirra sem enn mæla bót óbreyttu kvótakerfi í sjávarútvegi, er meint hagkvæmni  sem kerfið er sagt leiða af sér. Þjóðinni eru fluttar miklar grobbsögur um yfirburði hins séríslenska kerfis umfram öll önnur kerfi í heiminum.  Á grundvelli ýkjusagnanna er þjóðinni sagt að sætta sig við; óréttlæti kerfisins, einokunina í greininni og að heilu byggðalögin séu nánast lögð í eyði.

Fjölmiðlar og meira og minna kostaðir „fræðimenn“ hafa margir hverjir ausið vitleysunni yfir þjóðina.  Það er gert þrátt fyrir að þær staðreyndir blasi við að þorskaflinn nú sé helmingurinn af því sem hann var fyrir daga kvótans og að íslenskur fiskur standi höllum fæti á erlendum mörkuðum.

SFS (LÍÚ) fullyrðir  gjarnan að ein af dásemdum kvótakerfisins sé að það hafi leitt til hærra aflaverðmætis, en áður þekktist!  Við félagarnir Erling Ingvason  í Norðurlandsdeild Dögunar töldum allar líkur á því að nærtækasta skýringin á að hærra verð fengist fyrir fisk nú en fyrir tveimur áratugum, væri fyrst og fremst að leita í hærra heimsmarkaðsverð á fiski, auk þess sem meira væri flutt út af ferskum afurðum en áður tíðkaðist.

Það tók okkur ekki langan tíma í grúski á netinu að fá það staðfest frá Matvælastofnun Sameinuðu þjóðanna FAO, að skýringanna á hærra afurðaverði væri fyrst og fremst að leita í hækkuðu heimsmarkaðsverði.   Vonandi fara fleiri fréttamenn í auknum mæli að setja spurningamerki við skrök- og ýkjusögur SFS (LÍÚ), áður en skrúfað er frá krana áróðurs fámennra en auðugra hagsmunasamtaka.

Sannleikurinn er sagna bestur.

 

FAO verð uppl Stór

Flokkar: Óflokkað

«
»

Facebook ummæli

Vinsamlegast athugið:
Ummæli eru á ábyrgð þeirra sem þau skrifa. Eyjan áskilur sér þó rétt til að fjarlægja óviðeigandi og meiðandi ummæli.
Tilkynna má óviðeigandi ummæli í netfangið ritstjorn@eyjan.is

Höfundur

Sigurjón Þórðarson
Líffræðingur og sveitarstjórnarmaður á Sauðárkróki.
RSS straumur: RSS straumur