Laugardagur 10.10.2015 - 20:01 - FB ummæli ()

Útvarp Saga nær í gegn!

Útvarp Saga hefur mátt þola ákveðna útskúfun af öðrum helstu fjölmiðlum landsins og fastagestum þeirra. Það er rétt að velta því upp hvers vegna svo sé. Ekki getur það verið persóna útvarpsstjórans, sem er háskólamenntuð á sviði fjölmiðlunar og hefur gengt trúnaðarstörfum á helstu fjölmiðlum landsins. Arnþrúður Karlsdóttir hefur starfað fyrir; RÚV bæði sem fréttamaður og stofnandi Rásar 2 ásamt Þorgeiri Ástvaldssyni, verið fréttastjóri Bylgjunnar og starfað fyrir Norska sjónvarpið svo eitthvað sé nefnt.

Málið er auðvitað að Útvarp Saga hefur leyft sjónarmiðum að koma fram, sem ekki fá að heyrast á öðrum fjölmiðlum s.s. í manninum á götunni sem getur hringt inn og komið sínum hugðarefnum í útvarp.  Hitt er það að stjórnendur stöðvarinnar hafa tekið skýra afstöðu í umdeildum málum, sem oftar en ekki eru  í ósamræmi við þá afstöðu sem skín í gegn að sé ríkjandi á öðrum fjölmiðlum. Hefur það m.a. átt við um: Icesave, kvótakerfið, RÚV, Evrópusambandið, Reykjavíkurflugvöll, málefni flóttamanna, lífeyrissjóðina, fjórflokkinn og beint lýðræði svo eitthvað sé nefnt. Í stað þess að taka sanngjarna og málefnalega umræðu um framangreind mál, þá virðist vera tilhneiging til útskúfunar og að hrinda af stað niðurlægjandi umræðu um fjölmiðil sem ekki gengur í takt við ráðandi sjónarmið.

Ég tek undir með skrifum Dr. Gunna á Eyjunni, sem segist hlusta oft á Útvarp Sögu og að fjölbreytileikinn í fjölmiðlum  sé af hinu góða.

Útvarp Saga virðist ná rækilega í gegn hjá þjóðinni, en yfir í fjörtíu þúsund atkvæði hafa verið greidd í nýjustu skoðanakönnun stöðvarinnar.

Flokkar: Óflokkað

«
»

Facebook ummæli

Vinsamlegast athugið:
Ummæli eru á ábyrgð þeirra sem þau skrifa. Eyjan áskilur sér þó rétt til að fjarlægja óviðeigandi og meiðandi ummæli.
Tilkynna má óviðeigandi ummæli í netfangið ritstjorn@eyjan.is

Höfundur

Sigurjón Þórðarson
Líffræðingur og sveitarstjórnarmaður á Sauðárkróki.
RSS straumur: RSS straumur