Föstudagur 05.02.2016 - 10:52 - FB ummæli ()

Vandræðaleg tvöfeldni Svía

Stofnun á vegum Sameinuðu þjóðanna hefur komist að þeirri niðurstöðu að sænsk og bresk stjórnvöld hafi beitt forvígismann Wikileaks, Julían Assange,  ólögmætri frelsissviptingu. Það er augljóst að ríkin voru handbendi BNA í málinu.  Bandarísk stjórnvöld vildu koma fram hefndum gegn Wikileaks, sem upplýsti um vafasaman stríðsrekstur og mannréttindabrot Bandaríkjamanna. Ólíklegt er að bresk stjórnvöld kippi sér upp við niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna, en Bretar eru ýmsu vanir m.a. stríðsaðgerðum á upplognum forsendum.

Það verður fróðlegra að fylgjast með hvernig heilög sænsk stjórnvöld undir forystu jafnaðarmanna, munu bregðast við – Það hefði einhvern tíman þótt tíðindum sæta ef Svíar virtu af vettugi niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna um mannréttindamál.

Flokkar: Óflokkað

«
»

Facebook ummæli

Vinsamlegast athugið:
Ummæli eru á ábyrgð þeirra sem þau skrifa. Eyjan áskilur sér þó rétt til að fjarlægja óviðeigandi og meiðandi ummæli.
Tilkynna má óviðeigandi ummæli í netfangið ritstjorn@eyjan.is

Höfundur

Sigurjón Þórðarson
Líffræðingur og sveitarstjórnarmaður á Sauðárkróki.
RSS straumur: RSS straumur