Laugardagur 13.02.2016 - 18:48 - FB ummæli ()

Samfélagsbankar skila hagnaði og eru traustir

Í Norræna húsinu í dag var haldinn mjög upplýsandi fundur á vegum Dögunar, um starfrækslu samfélagsbanka. Frummælendur á fundinum voru þau Ellen Brown og Wolfram Morales.  Ellen er bandarískur lögfræðingur og rithöfundur, sem hefur skrifað fjölda greina og bækur um banka og lánastarfsemi. Hún er gjarnan fengin sem álitsgjafi í fjölmiðlum og hjá félagasamtökum.  Það er gaman að geta þess að í morgun, var hún í viðtali hjá Max Keiser og er á leiðinni héðan frá Íslandi til Bretlands, beint á fund með Breska verkamannaflokknum. Wolfram er næst æðsti yfirmaður sambands þýskra samfélagsbanka, Sparkassen, en viðskiptvinirnir eru liðlega 50 milljónir þjóðverja.

Hægt er að horfa á fundinn hér á vefnum en það kom skýrt fram að samfélagsbankar eru starfræktir vítt og breitt um heiminn og þeir hafi verið í vexti og skilað hagnaði.  Það sem sker þá frá annarri bankastarfsemi er að þeir eru í eigu almennings og eru ekki eins áhættusæknir.  Þeir líta til annrra þátta en að skila fáeinum hluthöfum hámarks skammtíma hagnaði. Fjármálaráðherra sagði nýlega ekki vita hvað samfélagsbanki væri og gaf í skyn að það væri ávísun á óábyrgan taprekstur.  Þær fullyrðingar koma ekki heim og saman við þá staðreynd að samfélagsbankar eru aldagamlar stofnanir sem hafa skilað samfélögum stöðugleika og ábata. Fjölbreyttni og styrkur minni fyrirtækja í Þýskalandi er rakinn til þess að þau hafi átt greiða leið með að fjármagna sig með sanngjörnum vöxtum í samfélagsbönkum.

Við Íslendingar ættum að vera tilbúnir að skoða þær leiðir í bankrekstri sem gefist hafa vel annars staðar í heiminum og hlusta á fleiri en þá sem voru aðalleikarar í aðdraganda hrunsins. Ég tala nú ekki um þegar svo virðist vera sem þeir hafi ekkert lært og vilji fara nákvæmlega sömu leið og í aðdraganda hrunsins.

 

 

Flokkar: Óflokkað

«
»

Facebook ummæli

Vinsamlegast athugið:
Ummæli eru á ábyrgð þeirra sem þau skrifa. Eyjan áskilur sér þó rétt til að fjarlægja óviðeigandi og meiðandi ummæli.
Tilkynna má óviðeigandi ummæli í netfangið ritstjorn@eyjan.is

Höfundur

Sigurjón Þórðarson
Líffræðingur og sveitarstjórnarmaður á Sauðárkróki.
RSS straumur: RSS straumur