Afar áhugaverðar niðurstöður er að finna í glænýrri skýrslu dr. Gunnars Steins Jónssonar um ákomu næringarefna í Mývatn. Skýrslan var unnin fyrir Umhverfis- og auðlindaráðuneytið og er hana að finna hér.
Magn P (fosfór) virðist skipta höfuð máli fyrir vöxt og viðgang blágerla sem valda óæskilegu leirlosi í vatninu. Ef mikið er af P (fosfór), þá eykur það líkur á að leirlosi. Fleira en ákoma fosfórs getur haft áhrif á vöxt blágerla s.s. samspil dýrastofna í vatninu og hefur verið bent á að saur dýrasvifs og einkum fiska geti aukið á vöxtinn.
Heildarinnstreymi fosfórs í Mývatn er áætlað í skýrslunni um 52 tonn á ári. Fosfór berst að langmestu leyti í vatnið með lindum eða 51 tonn og eru því áhrif mannsins á innstreymi næringarefna óveruleg. Ferðaþjónustunni á svæðinu hlýtur að vera létt, en samkvæmt skýrslunni þá má rekja langt innan við 1% af P (fosfór) innstreymi í vatnið til hennar.