Forsætisráðherra þjóðarinnar hefur farið með veggjum frá því að upp komst, að réttmætt væri að draga í efa óhlutdrægni hans í samningaviðræðum við kröfuhafa.
Á síðustu dögum hefur þó frést af því að forsætisráðherra hafi lesið upp Passíusálm í Grafarvogskirkju og síðan birtist viðtal við hann í Fréttablaðinu. Í viðtalinu örlar ekki á mikill eftirsjá eða hvað þá alvarleika málsins, heldur gerir hann lítið úr þeim tugmilljónum króna sem um var að tefla í samningum við kröfuhafa. Um er að ræða miklu hærri upphæð en launþegarnir Jón og Gunna geta látið sig dreyma um að eignast.
Alvarlegast í málinu eru þau afar vondu skilaboð sem æðsti yfirmaður stjórnsýslunnar í landinu sendir þegnunum, um að leynd, vanhæfi, skattaskjól og hagsmunárekstrar séu bara í góðu lagi. Í Passíusálmum Hallgríms Péturssonar eru lesendur brýndir til góðra verka og bent á að eftir höfðinu dansa limirnir.
Hvað höfðingjarnir hafast að,hinir meina sér leyfist það.
Það hefði farið betur á því ef forsætisráðhera hefði beðist afsökunar og viðurkennt dómgreindarbrest.