Miðvikudagur 06.04.2016 - 09:09 - FB ummæli ()

Þeir eru komnir á stóra sviðið

Ísland er í miðdepli umræðu um skattaskjól og í heimspressunni hefur útbreidd spillingin vakið eðlilega athygli.  Ef litið er til baka, þá er ljóst að það voru margir álitsgjafar stóru fjölmiðlanna sem vörðu formann Framsóknarflokksins eða kóuðu með með honum, þegar málið kom upp. Stærstu dagblöðin, háskólamenn, fyrrum hæstaréttadómari og þingmenn stjórnarliðsins lögðust í harða vörn fyrir fráfarandi forsætisráðherra, auk þess sem komið var af stað undirskriftalista sem margt grandalaust fólk ritaði nafn sitt á, til stuðnings spillingunni.

Það sem breyttist og varð til þess að varnarveggur forsætisráðherra riðlaðist, var að mál forsætisráðherra komst á stóra svið heimspressunar. Einstaka aðilar héldu þó vörninni áfram, t.d. hinn óhlutdrægi prófessor Hannes Hólmstein Gissurason, sem leitaði logandi ljósi að einhverju jákvæðu í erlendum miðlum um framgöngu æðsta ráðamanns þjóðarinnar.

Leifarnar af ríkisstjórn Íslands virðist ekki vera orðin áttuð á því að hún er komin á stóra sviðið og ætlar að halda áfram eins og ekkert hafi í skorist með tvo meðlimi sem; hafa orðið uppvísir af því að vera með félög í skattskjóli, segja ekki satt og þvældust fyrir því fyrr á kjörtímabilinu að skattaskjólsgögn kæmust í hendurnar á skattyfirvöldum.

Mér finnst líklegra en hitt að það muni vekja athygli miklu víðar en á Íslandi að æðsti yfirmaður skattheimtunar í endurreistri ríkisstjórn hafi verið með félag í skattaskjóli og  sömuleiðis verið stjórnarformaður í félögum sem stýrt var í tugmilljarða gjaldþrot.

Fer ekki betur á því fyrir orðspor þjóðarinnar að fleiri taki pokann sinn en Sigmundur Davíð?

Flokkar: Óflokkað

«
»

Facebook ummæli

Vinsamlegast athugið:
Ummæli eru á ábyrgð þeirra sem þau skrifa. Eyjan áskilur sér þó rétt til að fjarlægja óviðeigandi og meiðandi ummæli.
Tilkynna má óviðeigandi ummæli í netfangið ritstjorn@eyjan.is

Höfundur

Sigurjón Þórðarson
Líffræðingur og sveitarstjórnarmaður á Sauðárkróki.
RSS straumur: RSS straumur