Færslur fyrir ágúst, 2016

Þriðjudagur 30.08 2016 - 08:44

Fyrir hvern og hvernig er það betra?

Fyrirbærið, RNA, Rannsóknasetur um nýskökpun og hagvöxt, sem stýrt er af; Ragnari Árnasyni, Hannesi Hólmsteini og Birgi Þór Runólfssyni gengur meira og minna út á að sanna brauðmolakenninguna.  Kenningin gengur út á að allur almenningur muni að lokum njóta góðs af mikilli auðsöfnun fárra.  Helsti vandinn sem RNA stendur fram fyrir er að kenningin hefur hvergi […]

Laugardagur 27.08 2016 - 19:14

Upplýsingar um rotið kerfi úr innsta hring

Í þjóðmálaþættinum Þjóðbraut var opinskátt viðtal við rektor Háskólans á Bifröst, Vilhjálm Egilsson. Vilhjálmur hefur um áratugaskeið verið í innsta valdahring Sjálfstæðisflokksins.  Hann var þingmaður flokksins, ráðuneytisstjóri, framkvæmdastjóri SA og nú háskólarektor. Í þættinum opnar hann glögga sýn inn í rotna ákvarðanatöku um hvaða sjónarmið séu sett í forgrunn þegar teknar eru ákvarðanir af ráðherrum […]

Þriðjudagur 23.08 2016 - 00:07

Galtómt glas á Stöð 2

Logi Bergmann fréttamaður á Stöð 2 skrifaði gagnrýna grein um landann í sumar, sem var á þá leið að hann væri orðinn leiður á því að það væri of mikið af gaurum á Íslandi sem sæju ekki björtu hliðarnar á tilverunni. Gaurarnir hans Loga voru með það á hreinu að glasið væri ekki bara nánast tómt, […]

Laugardagur 20.08 2016 - 00:32

Hvenær á ráðherra að segja af sér?

Ég hef nokkuð furðað mig á þeirri kröfu Sjálfstæðismanna að félagsmálaráðherra eigi að segja af sér.  Krafan virðist eiga sér nokkurn hljómgrunn innan Framsóknarflokksins, þar sem hvorki formaður né forsætisráðherra hafa komið ráðherra sínum til varna.  Ekki er málið að mér þyki mikið til verka félagsmálaráðherrans koma, en hún hefur verið drjúg við að færa […]

Mánudagur 15.08 2016 - 17:35

Plástur á áframhaldandi vaxtaokur

Vaxtaokrið sem viðgengst á Íslandi er megin vandi almennings, sem er að koma sér upp þaki yfir höfuðið. Í stað þess að taka á meininu, þá boðuðu oddvitar ríkisstjórnarinnar í dag sértæka plástra á eina af  birtingarmyndum meinsins.  Augljóst er að aðgerðirnar snerta aðeins lítinn hluta fólks sem á í vanda á húsnæðismarkaðnum og með […]

Fimmtudagur 11.08 2016 - 23:15

Hvað var konan að meina?

Innanríkisráðherra hefur haldið því fram að ÓUMFLÝJANLEGT sé að líta til einkaframkvæmda ef það eigi að fara í lágmarks viðhald á vegum og ráðast vegabætur! Ólöf Nordal varaformaður Sjálfstæðisflokksins hljóp yfir þá staðreynd að einkaaðilar sjá nú þegar um alla vegagerð á landinu og að aðeins lítill hluti af því fé sem ríkið innheimir til […]

Miðvikudagur 03.08 2016 - 20:15

Offita og uppboð

Umfjöllun fréttastofu RÚV, í kvöldfréttum sjónvarpsins um umdeilda aðgerð gegn offitu var einkar vönduð. Andstæð sjónarmið fengu að vegast þar á. Rætt var bæði við talsmenn aðgerðanna og sömuleiðis fengu að heyrast efasemdaraddir um ágæti offituaðgerðanna. Gekk fréttastofan svo langt að benda lækninum á að hann hefði persónulegra hagsmuna að gæta! Þessi gagnrýna fréttamennska RÚV […]

Höfundur

Sigurjón Þórðarson
Líffræðingur og sveitarstjórnarmaður á Sauðárkróki.
RSS straumur: RSS straumur