Umræðan á hinu háa Alþingi, um stjórn fiskveiða í tengslum við frumvarp um ákvörðun veiðigjalds var beinlínis farsakennd á köflum. Nokkur fjöldi þingmanna vitnaði um ágæti kerfisins umfram öll önnur kerfi í heimi og það þrátt fyrir að vera bornir og barnfæddir í byggðarlögum sem komin eru í algera rúst vegna kerfisins! Í umræðunni var […]
Það er þyngra en tárum taki að fylgjast með vinum mínum í VG, sem ég studdi dyggilega í síðustu sveitarstjórnarkosningum í Skagafirði, fylkja sér í vörn fyrir allra ríkasta fólk Íslands, útgerðaraðalinn. Flokkurinn leggur nú höfuðáherslu á að lækka álögur á auðmenn í sjávarútvegi. Helsta skýringin sem forystumenn Vg gefa á undarlegri afstöðu sinni, er […]
Nú hafa verið birtar niðurstöður stofnmælinga botnfiska (togararallið) sem fram fór í lok febrúar og í mars sl. Niðurstöðurnar eru mjög sláandi eða að stofninn hafi minnkað um ríflega 20% frá í fyrra. Hér er um gríðarmikla minnkun að ræða eða meiri en það sem veitt var úr stofninum í fyrra – Aflareglan sem notast […]
Í Sveitarfélaginu Skagafirði blossaði óvænt upp heit umræða um framtíð verðlaunaðs Byggðasafns Skagfirðinga. Umræður fóru fram um málið á sveitarstjórnarfundi í dag. Umræðan var bæði afar kurteis og málefnaleg, enda bera allir fundarmenn með tölu hag sveitarfélagsins mjög fyrir brjósti. Eina skuggann sem bar á fundinn var óvænt upphlaup sveitarstjóra í lok fundar sem ég […]
Forsætisráðherra Katrín Jakobsdóttir sló því fram sí-svona á Viðskiptaþingi í dag, að það væri óskynsamlegt að ríkið ætti bankana. Ekki kom hún með neinar sérstakar röksemdir máli sínu til stuðnings – hún sagði einfaldlega að einkavæðing bankanna væri nauðsynlegur liður í því sem kallast endurskipulagning fjármálakerfisins. Ég stórefast um að einkavæðing bankanna sé ofarlega á […]
Forysta ASÍ hefur í félagi við áhrifamenn innan Samtaka atvinnulífsins verið leiðandi í íslensku fjármálakerfi. Þetta einkennilega samstarf ASÍ og SA á sér stað í gegnum stjórnir í lífeyrissjóðanna sem ráðstafa drjúgum hluta af launaveltu landsmanna. Fjármálavafstur forystu ASÍ hefur leitt af sér að óskýra hagsmunavörslu þar sem greinilegt er að hagsmunir almenns launafólks eru […]
Það er ákaflega erfitt að greina það með nokkrum hætti á stjórn landsins, að hún sé undir forystu róttæks vinstriflokks. Vg hefur löngum boðað að taka ætti á misskiptingunni og koma á réttlæti og sjálfbærni við nýtingu á auðlindum þjóðarinnar. Nú þegar flokkurinn er kominn í stjórn með Sjálfstæðisflokki og Framsókn þá hafa forystumenn flokksins […]
Greinin birtist í síðustu viku í Morgunblaðinu: Dr. Kristján Þórarinsson stofnvistfræðingur SFS, skrifar grein, sem birtist 200 mílum Morgunblaðsins, þar sem hann segir að það hafi náðst afar góður árangur við að stjórna þorskveiðum frá árinu 1992. Á grein Kristjáns má skilja að þorskstofninn sé að gefa meiri afla og að stækkun hrygningarstofnsins hafi gefið […]
Í fyrir nokkru áttum við fosætisráðherra sem var alltaf að setja heimsmet. Okkar ágæti Sigmundur Davíð setti að eigin mati mörg heimsmet m.a. í leiðréttingu lána í boði íslenskra skattgreiðenda. Fréttir af leiðtogafundi um loftslagsmál sem fram fer nú í París bera það með sér að ungur og efnilegur forsætisráðherra þjóðarinnar hafi þegar sett eitt Norðurlandamet […]
Mér fannst vel fundið að Kastljósið tæki viðtal við nýjan umhverfisráðhera í kjölfar umræðu um hvort fyrrum framkvæmdastjóri Landverndar væri heppilegur í starfi umhverfisráðherra. Nýliðinn í stjórnmálum Guðmundur Ingi Guðbrandsson umhverfisráðherra komst vel frá Kastljósþætti kvöldsins, þar sem hann lýsti sýn sinni á starfið. Hann greindi réttilega frá því að úrskurðir í deilumálum sem snúa […]