Í vor lá það fyrir að Hafró mældi í hinu árlega togararalli að þorskstofninn færi minnkandi annað árið í röð. Það lá því ljóst fyrir að ekkert útlit væri fyrir að veiðiheimildir yrðu auknar. Þrátt fyrir að reynt hafi verið að hífa ráðgjöfina upp með því að taka inn í útreikninga gamlar rannsóknir frá því í fyrra, […]
Forsætisráðherra fer nú mikinn í fjölmiðlum og svo mikill er gassagngurinn að orðfærið er nánast barnslegt. Allt er í hæstu hæðum, sögulegu hámarki eða á sér ekki hliðstæðu neins staðar annars staðar í heiminum. Í þættinum Sprengisandi tók Sigmundur Davíð flugið í hástemmdum lýsingarorðum, þegar hann var að lýsa ágæti íslenska kvótakerfisins en hagkvæmnin […]
Framtíð fiskvinnslu á Húsavík, Þingeyri og Djúpavogi er í mikilli óvissu vegna áætlana Visis hf. um að leggja alla starfsemi niður á framangreindum stöðum. Bæjarráð Norðurþings hefur samþykkt að óska eftir viðræðum við Visi hf. um að festa kaup á starfsemi fyrirtækisins á Húsavík. Það kemur verulega á óvart í ljósi erfiðrar skuldastöðu Norðurþings að […]
Leiðtogi sjálfstæðismanna reynir nú í örvæntingu að ná til almennings en flokkurinn glímir við mikið innanmein og fylgisleysi í Reykjavík. Eitt af stóru útspilunum sem Bjarni spilar út er að minna á 25 milljarða skattalækkanir ríkisstjórnarinnar. Ekki er ég viss um það að þetta skori hátt hjá almenningi þar sem að skattalækkanirnar hafa farið að […]
Leiðtogi Framsóknarmanna og reyndar okkar allra flutti ákaflega einkennilega ræðu á ársþingi SA í dag. Rauði þráðurinn í ræðunni var að hægt væri að tala upp efnahagslífið með bjartsýni og auka þar með samkeppnishæfni og hag þjóðarinnar. Það sem kom óneitanlega á óvart var að Sigmundur valdi að boða bjartsýnina og jákvæðni með því að úthella […]
Útgerðarfyrirtækið Vísir hefur, skv. 1. gr. laga um stjórn fiskveiða, yfir að ráða veiðiheimildum sem úthlutað er til eins árs í senn. Skýrt er tekið fram í lögunum að úthlutunin myndar ekki eignarrétt og markmið laganna sé að tryggja trausta atvinnu og byggð í landinu. Ekki er um það deilt að ætlanir útgerðarfyrirtækisins, að leggja […]
Á síðasta fundi sveitarstjórnar Skagafjarðar lagði ég ásamt Grétu Sjöfn Guðmundsdóttur fram ályktun til samþykktar þar sem skorað var á ríkisstjórnina að hætta við að skera stórkallalega niður veiðidaga á grásleppu. Aukin atvinnuhöft ganga gegn atvinnufrelsisákvæði stjórnarskrárinnar og valda óvissu um framtíðarrekstraröryggi smábáta. Tillagan hljóðaði svo: Ályktun til ríkisstjórnar Íslands. Sveitarstjórn Sveitarfélagsins Skagafjarðar skorar á ríkisstjórn Íslands […]
Á síðasta fundi sveitarstjórnar Skagafjarðar lagði ég fram ásmt Grétu Sjöfn Guðmundsdóttur ályktun til samþykktar þar sem skorað var á ríkisstjórnina að hætta við að skera stórkallalega niður veiðidaga á grásleppu. Aukin atvinnuhöft ganga gegn atvinnufrelsisákvæði stjórnarskrárinnar og valda óvissu um framtíðarrekstraröryggi smábáta. Tillagan hljóðaði svo: Ályktun til ríkisstjórnar Íslands. Sveitarstjórn Sveitarfélagsins Skagafjarðar skorar á ríkisstjórn […]
Nú berast fréttir af góðri veiði við Færeyjar. Um er að ræða fisk sem átti ekki að vera til samkvæmt framreikningi reiknisfiskifræðinnar – ekki frekar en makríllinn hér við land og sömuleiðis ekki ýsan sem veiðist í miklu magni. Góð ýsuveiði er eitt mesta vandamál íslenskra smábátasjómanna nú um stundir, svo undarlega sem það hljómar. Sjómenn komast ekki í róður vegna […]
Í kjölfar hrunsins var það vel þekkt iðja útrásarvíkinga að hóta málsókn þeim fréttamönnum sem leyfðu sér að fjalla um fjárglæfra þeirra sem bitnuðu harkalega á þorra almennings. Tilgangurinn var að þagga niður alla opinbera umfjöllun um myrkraverkin sem ekki þoldu dagsljósið. Nú berast fréttir af því að starfsmaður Háskóla Íslands Helgi Áss Grétarsson hafi […]