Þriðjudagur 18.12.2012 - 22:07 - FB ummæli ()

Uppskrift að góðum jólum

Nú er jólahátíðin rétt handan við hornið, aðventan í öllu sínu veldi og margir á fullu við að baka, þrífa, kaupa, skrifa, skreyta og undirbúa hátíðina.

Á þessum tíma er mikilvægt að minna sig á um hvað jólin snúast í raun og veru. Er ekki allt umstangið einungis eins og fallegur gjafapappír utan um það sem jólin eru í reynd?

Jólin eru tími til þess að staldra við, líta yfir farinn veg, velta því fyrir sér hvert við erum að fara, með hverjum, hvert við ætlum en síðast en ekki síst að njóta augnabliksins og tjá þeim sem skipta okkur mestu máli væntumþykju og ást með gjöfum, kveðjum og birtu :).

Ég er búin að baka mín vandræði eins og venjulega en líka smákökur og ætla hér að gefa ykkur uppskrift að góðum jólum!

Uppskrift að góðum jólum

Þessi uppskrift krefst smá undirbúnings en er að öðru leyti einföld og þægileg í framkvæmd. Allir sem ætla að halda jólahátíðina saman koma með gott hráefni, taka þátt í matreiðslunni og njóta afrakstursins.

140 g. kærleikur og gleði

320 g. tími, næði og ró

140 g. umhyggja fyrir náunganum

2. msk. ást

dass af kæruleysi

4 dl. hlýja

40 g. virðing

2 dl. húmor

2. dl. vinátta

3 msk. fyrirgefning

4 msk. traust

Slatti af hrósi

3 dl. þakklæti

Og fleira eftir þörfum hvers og eins

 

AÐFERÐ

Hrærið varlega saman tíma, ró, næði, kærleik og gleði, umhyggju, ást og dassi af kæruleysi. Bætið svo út í hlýju, virðingu, húmor og vináttu. Bræðið fyrirgefningu og hellið varlega saman við. Þar á eftir bætið þið við 4 msk. trausti og slatta af hrósi. Bakist við 200 gráður í miðjum ofni í 40 mín. Endið svo á því að þekja kökuna með þakklæti og öðrum hráefnum að eigin vali yfir. Njótið frá fyrsta í aðventu og fram yfir þrettándann.Berið fram með bros á vor og hátíð í hjarta. Verði ykkur að góðu. 

Megið þið eiga gleðilega hátið og njóta ljóss og friðar

 

Flokkar: Stjórnmál og samfélag

«
»

Facebook ummæli

Vinsamlegast athugið:
Ummæli eru á ábyrgð þeirra sem þau skrifa. Eyjan áskilur sér þó rétt til að fjarlægja óviðeigandi og meiðandi ummæli.
Tilkynna má óviðeigandi ummæli í netfangið ritstjorn@eyjan.is

Höfundur

Kristbjörg Þórisdóttir
er sálfræðingur með diplóma gráðu í fötlunarfræðum sem hefur mikinn áhuga á heilbrigðum lífsstíl, samfélaginu, umbótum og stjórnmálum
Vertu breytingin sem þú vilt sjá í heiminum (Mahatma Gandhi)

Kristbjörg er varaþingkona Framsóknarflokksins í Suðvesturkjördæmi
RSS straumur: RSS straumur