Færslur fyrir júní, 2012

Miðvikudagur 27.06 2012 - 22:25

Hvað gerist 1.7.2012?

Á laugardaginn 30. júní n.k. munum við Íslendingar kjósa okkur nýjan þjóðarleiðtoga, nýjan forseta lýðveldisins Íslands. Stóra spurningin liggur í loftinu og henni verður ekki svarað fyrr en talið hefur verið upp úr kössunum. Hvernig mun andlit þjóðarinnar líta út að morgni 1. júlí 2012? Hvaða einstaklingur mun leiða íslensku þjóðina næstu árin (8-12 árin), […]

Föstudagur 22.06 2012 - 00:49

Þaulsetnir leiðtogar

Ég mætti á frambjóðendafund forsetaframbjóðenda í Borgarbókasafni við upphaf kosningabaráttunnar. Ein þeirra spurninga sem ég spurði frambjóðendurna að var hversu lengi þeir teldu að forseti ætti að sitja. Allir frambjóðendur sem þátt tóku í fundinum (Þóra, Hannes og Ari Trausti) svöruðu því til að forseti ætti að sitja 2-3 kjörtímabil. Ólafur Ragnar sem einhverra hluta […]

Miðvikudagur 20.06 2012 - 00:21

Til hamingju konur!

Dagurinn í dag, 19. júní, er hátíðisdagur íslenskra kvenna þar sem því er fagnað að 97 ár eru síðan konur 40 ára og eldri fengu kosningarétt og kjörgengi til Alþingis en það var 19. júní 1915. Á þessum 97 árum hefur mikið vatn runnið til sjávar í réttindabaráttu kvenna og ótalmargt hefur áunnist. Staða kvenna […]

Fimmtudagur 07.06 2012 - 23:12

Baráttan um Bessastaði eða val á hæfasta forsetanum?

Umfjöllun Ríkisútvarpsins um forsetakosningarnar ber heitið Baráttan um Bessastaði. Er þetta kannski táknrænt fyrir ákveðinn vanda og er áherslan á röngum stað. Á hún að vera sú að um baráttu sé að ræða eða um það að þjóðin sé að velja sér þann leiðtoga sem hún treystir best sem sínum æðsta fulltrúa? Hefði þátturinn kannski […]

Sunnudagur 03.06 2012 - 23:25

Vonbrigði kvöldsins

Ég eins og eflaust margir fleiri beið spennt eftir að sjá kappræður forsetaframbjóðendanna í kvöld. Ég get ekki orða bundist yfir vonbrigðum mínum með þáttinn sem var á vegum Stöðvar 2. Fyrir því eru margar ástæður og mig langar að nefna nokkrar hér á þessum vettvangi. Stöð 2 fór illa að ráði sínu með því […]

Höfundur

Kristbjörg Þórisdóttir
er sálfræðingur með diplóma gráðu í fötlunarfræðum sem hefur mikinn áhuga á heilbrigðum lífsstíl, samfélaginu, umbótum og stjórnmálum
Vertu breytingin sem þú vilt sjá í heiminum (Mahatma Gandhi)

Kristbjörg er varaþingkona Framsóknarflokksins í Suðvesturkjördæmi
RSS straumur: RSS straumur