Færslur fyrir ágúst, 2014

Þriðjudagur 12.08 2014 - 23:29

Augnablik

Ertu stundum svo upptekin/nn af framtíðinni að þú missir af núinu? Ætli flestir kannist ekki við það? Hvorki tíminn né lífið láta að sér hæða. Þau líða áfram eins og á sem rennur að ósi. Allir heimsins peningar geta ekki keypt tímann eða stjórnað honum. Augnablikin líða eitt af öðru og fyrr en varir eru augnablikin […]

Föstudagur 08.08 2014 - 23:56

Vonarstræti

Ég sá kvikmyndina Vonarstræti í annað skipti í kvöld. Þvílíkt meistarastykki. Söguþráðurinn er svo margslunginn og svo er hún ákaflega vel leikin. Það sem vakti mig til umhugsunar er að hvert og eitt okkar á sér sögu. Sögu vonar, vonleysis, ótta, hörmunga, gleði, öryggis, óöryggis, vonsku, velvildar, farsældar, vanmáttar og svona gæti ég lengi haldið […]

Fimmtudagur 07.08 2014 - 00:46

Hinn þögli meirihluti

Þessi ummæli vöktu mig til umhugsunar um hinn þögla meirihluta. Hinn þögli meirihluti hefur að mínu mati mun meiri völd en við áttum okkur á. Hver er hinn þögli meirihluti? Það er fólkið sem situr á sér, bítur í varirnar, fólkið sem horfir á, gott fólk sem gerir ekki neitt þrátt fyrir að vita kannski innst […]

Höfundur

Kristbjörg Þórisdóttir
er sálfræðingur með diplóma gráðu í fötlunarfræðum sem hefur mikinn áhuga á heilbrigðum lífsstíl, samfélaginu, umbótum og stjórnmálum
Vertu breytingin sem þú vilt sjá í heiminum (Mahatma Gandhi)

Kristbjörg er varaþingkona Framsóknarflokksins í Suðvesturkjördæmi
RSS straumur: RSS straumur