Færslur fyrir apríl, 2012

Þriðjudagur 24.04 2012 - 00:39

Landsdómsmálinu er lokið – nú er röðin komin að almannahagsmunum

Ég sat á pöllum Alþingis þegar þingheimur tók ákvörðun um hverja skyldi sækja til saka að loknum góðum störfum þingmannanefndarinnar. Ég var og er enn ósátt við hvernig málið fór í höndum Alþingis. Það hefði átt að ákæra fjóra ráðherra en ekki einn. Það varð þó niðurstaðan og úr henni varð að vinna. Landsdómur hefur […]

Föstudagur 20.04 2012 - 20:58

Opnum augun fyrir Tíbet

Í tilefni dagsins ætla ég að endurbirta hér grein sem birt var í Morgunblaðinu í tilefni þeirra atburða sem þá áttu sér stað í Tíbet vorið 2008.   Opnum augun fyrir Tíbet Ég man enn tilfinninguna, sex árum síðar, þegar við komum loksins að hliði Tíbet Tanggula Pass í 5136 metra hæð yfir sjávarmáli. Á móti […]

Fimmtudagur 19.04 2012 - 18:51

Er sumarið kom yfir sæinn

Í dag er sumardagurinn fyrsti. Ég vil óska öllum gleðilegs sumars. Eftir langan veturinn er sólin farin að láta sjá sig og þrátt fyrir að enn sé kalt í lofti þá vitum við af reynslunni að nú mun hlýna, birtan aukast, túnin grænka og betri tíð bíður okkar með blóm í haga og langar heitar […]

Þriðjudagur 17.04 2012 - 22:52

SAMSTAÐA flokkur lýðræðis og velferðar 3 mánaða!

Þann 15. apríl s.l. varð SAMSTAÐA flokkur lýðræðis og velferðar þriggja mánaða. Hinn nýstofnaði flokkur er því algjör hvítvoðungur stjórnmálakerfisins. Flokkurinn var stofnaður í Borgarfirði þann 15. janúar 2012. Að undirbúningi stjórnmálaaflsins hefur komið hópur mjög öflugra einstaklinga með vinsælasta stjórnmálamann landsins í broddi fylkingar, Lilju Mósesdóttur. Grunnur stjórnmálaaflsins er þaulhugsaður og vel undirbúinn. Það […]

Laugardagur 14.04 2012 - 00:48

Fyrsti og síðasti dagur lífsins

Mér þykir vænt um þig. Ég elska þig. Þú skiptir mig miklu máli. Þú ert mér dýrmæt/ur. Mikið er ég þakklát/ur fyrir þig.   Hversu oft segjum við þessi orð í raun og veru? Ætli við hugsum þau ekki mun oftar en við segjum þau. Stundum gleymum við þeim í amstri dagsins. Stundum gerum við […]

Miðvikudagur 11.04 2012 - 23:48

Sálfræðiþjónusta í heilsugæslu: aukin þjónusta, meiri sparnaður og bætt líðan almennings

Kvíði, þunglyndi, streita og annar tilfinningavandi* er algengur, lamandi, líklegur til þess að vera vangreindur og meðhöndlaður með ófullnægjandi hætti hér á landi og erlendis. Geðraskanir eru almennt vangreindar í heilbrigðiskerfum jafnvel í 50-75% tilfella af mörgum ólíkum ástæðum (1, 2, 3). Um þriðjungur er líklegur til að þjást af að minnsta kosti einni geðröskun […]

Þriðjudagur 10.04 2012 - 00:00

Vor í lofti á páskum

Páskarnir eru í miklu uppáhaldi hjá mér. Fyrir utan súkkulaðieggin (dásemdina við að mega gúffa í sig súkkulaði að vild) og fríið (tími til að leika sér og liggja í leti) þá er margt annað sem bærist í huga manns um páska. Páskarnir tákna upprisuna eða eins og segir á veraldarvefnum: Í flestum kristnum kirkjudeildum […]

Höfundur

Kristbjörg Þórisdóttir
er sálfræðingur með diplóma gráðu í fötlunarfræðum sem hefur mikinn áhuga á heilbrigðum lífsstíl, samfélaginu, umbótum og stjórnmálum
Vertu breytingin sem þú vilt sjá í heiminum (Mahatma Gandhi)

Kristbjörg er varaþingkona Framsóknarflokksins í Suðvesturkjördæmi
RSS straumur: RSS straumur