Færslur fyrir október, 2017

Sunnudagur 29.10 2017 - 10:24

Þakkir

Ég vil óska okkur framsóknarfólki til hamingju með afar góðan árangur. Við tvöfölduðum fylgið okkar á nokkrum dögum og náðum að tryggja það að þjóðin geti áfram notið krafta Lilju Daggar Alfreðsdóttur og Willums Þórs Þórssonar. Þeim ásamt öðrum nýkjörnum þingmönnum Framsóknar vil ég óska sérstaklega til hamingju. Við háðum heiðarlega og málefnalega baráttu og […]

Föstudagur 27.10 2017 - 23:48

Kosningaloforð

Kæru vinir, á morgun göngum við til kosninga. Kosningar eru lýðræðishátíð þar sem við tökum ákvörðun um hvert skuli stefnt næstu fjögur árin og hver verði við stjórn. Ég gef kost á mér til setu á Alþingi Íslendinga. Ég get lofað því að ég mun leggja mig fram við að vinna fyrir alla íbúa landsins. […]

Föstudagur 27.10 2017 - 16:56

Fyrstu 1000 dagarnir

Eitt það skemmtilegasta, áhugaverðasta og gagnlegasta sem frambjóðendur gera í kosningabaráttu er að fá að fara í alls kyns heimsóknir til fólks, fyrirtækja og stofnana. Í gær fór ég til fundar við starfsfólk Miðstöðvar foreldra barna (MFB) og Öyrkjabandalagið. Miðstöð foreldra og barna var stofnuð 2008. Hvatinn að stofnun MFB var vöntun á úrræðum fyrir foreldra […]

Föstudagur 27.10 2017 - 16:07

Hvað kýst þú?

Á morgun verður gengið til kosninga. Þú hefur valdið, kjósandi góður. Þitt atkvæði gæti ráðið úrslitum kosninganna! Það er í þínu valdi hvort ég sem frambjóðandi komist inn á Alþingi Íslendinga eða ekki. Það getur munað einu atkvæði. Þú getur valið hvaða stefnu verður fylgt á næstu fjórum árum. Ég mun leggja sérstaka áherslu á […]

Fimmtudagur 26.10 2017 - 22:43

Öryggisnet löggæslunnar

Ein af grunnskyldum íslenska ríkisins er að tryggja öryggi borgaranna. Til þess að svo geti verið þarf löggæslan í landinu að vera öflug. Miklar breytingar hafa orðið á samfélaginu á mjög skömmum tíma. Fjöldi erlendra ferðamanna nálgast sjöfalda íbúatölu landsins á þessu ári gangi spár eftir. Líkur eru á að allt að tvö þúsund manns […]

Miðvikudagur 25.10 2017 - 23:43

Kjóstu betra geðheilbrigðiskerfi

Öll þekkjum við geðrænan vanda á eigin skinni eða í okkar nánasta umhverfi. Ómeðhöndlaður geðrænn vandi hefur mikil áhrif á þann sem þjáist, fjölskyldu viðkomandi og samfélagið allt. Lífsgæði skerðast, vinnuframleiðni minnkar, aukin þörf skapast fyrir þjónustu félags- og heilbrigðiskerfis, tekjur tapast vegna glataðra skatta og útgjöld aukast vegna bóta úr almannatryggingarkerfinu. Rannsóknir hafa sýnt […]

Miðvikudagur 25.10 2017 - 00:38

Málefni fatlaðs fólks

Það verður seint sagt að málefni fatlaðs fólks séu fyrirferðarmikil í þessari kosningabaráttu. Þessi málefni ættu samt sem áður að vera grundvallarmálefni því þau snúast um mannréttindi samborgara okkar. Málefni fatlaðs fólks voru ástæða þess að ég fór fyrst að skipta mér af pólitík fyrir tíu árum síðan. Þá fannst mér of mikil gjá á […]

Mánudagur 23.10 2017 - 10:35

#Églíka

Stór hópur kvenna hefur stigið fram undanfarna daga undir myllumerkinu #MeToo og greint frá áreitni eða kynferðisofbeldi. Þessi bylting varð í kjölfar þess að frægar leikkonur greindu frá kynferðislegri áreitni og ofbeldi af hálfu frægs kvikmyndaframleiðanda. Hér á landi féll ríkisstjórnin í kjölfar þess að faðir forsætisráðherra skrifaði undir meðmæli dæmds kynferðisbrotamanns vegna umsóknar um […]

Sunnudagur 22.10 2017 - 22:23

Ræður þitt atkvæði úrslitum?

Árið 2007 skipaði ég 4. sætið fyrir Framsókn í Suðvesturkjördæmi. Þá munaði 11 atkvæðum á því að við næðum síðari manninum inn í kjördæminu og ég yrði varaþingmaður. Ef við hefðum fengið tólf atkvæði til viðbótar (af 54.584 kjósendum) þá hefðum við náð þessu. Þarna lærði ég að hvert einasta atkvæði skiptir máli! Næstkomandi laugardag eru 69.498 kjósendur á […]

Laugardagur 21.10 2017 - 18:07

Forvarnir eru svarið

Hér á Íslandi búum við í heilsueflandi samfélagi. Nálægðin við náttúruna skapar umgjörð fyrir hvers konar íþróttaiðkun og útivist hvort sem það er að taka þátt í hlaupahópum, stunda hestamennsku, fara í sundlaugarnar, ganga á fjöll eða annað. Þátttaka í íþróttum og frístundastarfi hefur ótvírætt forvarnargildi. Rannsóknir benda til að fyrstu 1000 dagarnir í lífi barna […]

Höfundur

Kristbjörg Þórisdóttir
er sálfræðingur með diplóma gráðu í fötlunarfræðum sem hefur mikinn áhuga á heilbrigðum lífsstíl, samfélaginu, umbótum og stjórnmálum
Vertu breytingin sem þú vilt sjá í heiminum (Mahatma Gandhi)

Kristbjörg er varaþingkona Framsóknarflokksins í Suðvesturkjördæmi
RSS straumur: RSS straumur