Sunnudagur 29.10.2017 - 10:24 - FB ummæli ()

Þakkir

Ég vil óska okkur framsóknarfólki til hamingju með afar góðan árangur. Við tvöfölduðum fylgið okkar á nokkrum dögum og náðum að tryggja það að þjóðin geti áfram notið krafta Lilju Daggar Alfreðsdóttur og Willums Þórs Þórssonar. Þeim ásamt öðrum nýkjörnum þingmönnum Framsóknar vil ég óska sérstaklega til hamingju. Við háðum heiðarlega og málefnalega baráttu og unnum mjög þétt saman sem ein sterk heild. Það er sennilega okkar mesti sigur að ná að halda ótrauð áfram þrátt fyrir verulegar áskoranir og uppskera eins og við sáðum til sem öflug liðsheild framsóknarfólks sem aðrir vilja fylgja, treysta og líður vel með. Lilja og Sigurður Ingi leiddu þessa góðu baráttu. Öllu því fólki sem unnu fyrir okkur og studdu vil ég þakka alveg innilega fyrir. Þessi sigur vannst vegna okkar allra! Enginn vinnur neitt einn, það er heildin sem gerir það.

Ég hefði gjarnan viljað ná kjöri sem þingkona því minn eldmóður í stjórnmálum hefur aldrei verið meiri og ég var tilbúin að ráðast strax í þau verkefni sem brenna á mér. Ég náði hins vegar kjöri sem varaþingkona og hlakka til að halda mína jómfrúarræðu. Ykkur sem studduð mig vil ég þakka alveg einlæglega fyrir að hafa trú á mér. Ykkur sem studduð mig en greidduð mér ekki atkvæði ykkar hvet ég til þess að gera það næst því með ykkar atkvæðum hefðu ég og mínar hugsjónir getað náð kjöri. Ég segi næst því eins og hugur minn liggur núna þá hugsa ég „minn tími mun koma“ :).

Flokkar: Stjórnmál og samfélag

«
»

Facebook ummæli

Vinsamlegast athugið:
Ummæli eru á ábyrgð þeirra sem þau skrifa. Eyjan áskilur sér þó rétt til að fjarlægja óviðeigandi og meiðandi ummæli.
Tilkynna má óviðeigandi ummæli í netfangið ritstjorn@eyjan.is

Höfundur

Kristbjörg Þórisdóttir
er sálfræðingur með diplóma gráðu í fötlunarfræðum sem hefur mikinn áhuga á heilbrigðum lífsstíl, samfélaginu, umbótum og stjórnmálum
Vertu breytingin sem þú vilt sjá í heiminum (Mahatma Gandhi)

Kristbjörg er varaþingkona Framsóknarflokksins í Suðvesturkjördæmi
RSS straumur: RSS straumur