Þriðjudagur 17.04.2012 - 22:52 - FB ummæli ()

SAMSTAÐA flokkur lýðræðis og velferðar 3 mánaða!

Mynd af merki SAMSTÖÐU flokks lýðræðis og velferðarÞann 15. apríl s.l. varð SAMSTAÐA flokkur lýðræðis og velferðar þriggja mánaða. Hinn nýstofnaði flokkur er því algjör hvítvoðungur stjórnmálakerfisins. Flokkurinn var stofnaður í Borgarfirði þann 15. janúar 2012.

Að undirbúningi stjórnmálaaflsins hefur komið hópur mjög öflugra einstaklinga með vinsælasta stjórnmálamann landsins í broddi fylkingar, Lilju Mósesdóttur. Grunnur stjórnmálaaflsins er þaulhugsaður og vel undirbúinn.

Það er ekki laust við að maður finni fyrir stolti þegar litið er yfir þá áfanga sem hafa orðið á vegferð SAMSTÖÐU flokks lýðræðis og velferðar á þessum fyrstu þremur mánuðum. Undirbúningshópurinn ásamt nýjum kröftugum einstaklingum sem hafa verið að bætast í hópinn dag frá degi hafa lagt nótt við nýtan dag í sjálfboðavinnu við uppbyggingu flokksins. Ég tel SAMSTÖÐU flokk lýðræðis og velferðar eiga framtíðina fyrir sér og að við getum náð því marki að hafa veruleg áhrif á þá stjórnmálamenningu sem er við lýði í dag ásamt því að færa hagsmuni hins almenna borgara og heildarinnar á ný í fyrsta sæti.

Helstu áfangar SAMSTÖÐU flokks lýðræðis og velferðar eru:

Samþykkt grundvallarstefnuskrár

15.1. Stofnfundur framboðsins

6.2. Sótt um listabókstafinn C

7.2. Fréttamannafundur í Iðnó

7.2. Opnun heimasíðunnar xc.is

8.2. Kynningarfundur fyrir íbúa höfuðborgarsvæðis í Fjörukránni

17.2. Stofnun síðu á samskiptavefnum Facebook

20.2. Kynningarfundur á Selfossi

23.2. Kynningarfundur á Akureyri

24.2. Kynningarfundur í Hrísey

25.2. Kynningarfundur á Egilsstöðum

28.2. Kynningarfundur í Reykjanesbæ

12.3. Félagsfundur og stofnfundur aðildarfélags í Reykjavík í Iðnó

17.3. Kynningarfundur á Ísafirði

21.3. Flutningur í nýtt húsnæði að Kleppsmýrarvegi 8 í Reykjavík

26.3. Undirbúningsfundur ungliðahreyfingar

2.4. Undirbúningsfundur málefnahóps 1

3.4. Undirbúningsfundur málefnahóps 3

4.4. Undirbúningsfundur málefnahóps 2

14.4. Opið hús á Kleppsmýrarvegi

16.4. Stofnfundur aðildarfélags í Kraganum

Fyrir utan þessa áfanga höfum við setið ótal undirbúningsfundi, verið í ýmsum fjölmiðlum að kynna framboðið, skrifað greinar og pistla, unnið við drög að siðareglum og rætt við fólk um allt land. Hitann og þungann af vinnunni hefur Lilja borið en öll höfum við lagt mikla vinnu í kornabarnið SAMSTÖÐU flokk lýðræðis og velferðar. Sennilega er ég að gleyma einhverju en þetta eru þeir áfangar sem standa upp úr í mínum huga.

Nú hvet ég áhugasama til þess að kynna sér vel flokkinn, stefnu okkar, fólkið og kanna hvort þið eigið samleið með okkur.

Enginn getur allt en allir geta eitthvað.

Verum breytingin sem við viljum sjá í íslenskum stjórnmálum og samfélagi.

Nú er tímabært að hinn venjulegi Íslendingur stígi fram og taki að sér uppbyggingu betri framtíðar fyrir komandi kynslóðar með breyttum áherslum.

Sýnum SAMSTÖÐU og þá er framtíðin okkar allra :).

Flokkar: Stjórnmál og samfélag

«
»

Facebook ummæli

Vinsamlegast athugið:
Ummæli eru á ábyrgð þeirra sem þau skrifa. Eyjan áskilur sér þó rétt til að fjarlægja óviðeigandi og meiðandi ummæli.
Tilkynna má óviðeigandi ummæli í netfangið ritstjorn@eyjan.is

Höfundur

Kristbjörg Þórisdóttir
er sálfræðingur með diplóma gráðu í fötlunarfræðum sem hefur mikinn áhuga á heilbrigðum lífsstíl, samfélaginu, umbótum og stjórnmálum
Vertu breytingin sem þú vilt sjá í heiminum (Mahatma Gandhi)

Kristbjörg er varaþingkona Framsóknarflokksins í Suðvesturkjördæmi
RSS straumur: RSS straumur