Færslur fyrir flokkinn ‘Óflokkað’

Fimmtudagur 03.12 2015 - 10:15

Femínismi, venslasekt og vondir karlar

[Þessi pistill birtist fyrst í Kvennablaðinu] [Þessi pistill hefur verið leiðréttur, þar sem upphaflega var ranglega haldið fram að um væri að ræða grein en ekki viðtal.] Nýlega birtist þetta viðtal, þar sem körlum er, beint og óbeint, lýst sem ofbeldisfullum, og allt ofbeldi gert „karllægt“ og tengt við hugmyndir um „karlmennsku“ sem hljóta að […]

Mánudagur 23.11 2015 - 10:15

Tónlistarkennslu inn í skólakerfið?

[Þessi pistill birtist fyrst í Kvennablaðinu] Það hafa lengi staðið yfir átök milli tónlistarskóla og þeirra sveitarfélaga sem hafa borgað skólunum, að hluta, fyrir þá menntun sem þeir veita. Ég hef ekki fylgst náið með þessu, en sýnist að þessi átök séu að harðna, í kjölfar þess að þrengt sé að þessu námi, hugsanlega vegna […]

Laugardagur 21.11 2015 - 15:10

Rangar sakargiftir og rannsókn sakamála

[Þessi pistill birtist fyrst í Kvennablaðinu] Hugsum okkur að A beri B þeim röngu sökum að hafa framið alvarlegt brot. Þannig hefur A framið alvarlegt brot en B ekki. Þá er auðvitað eðlilegt að ekkert verði aðhafst í rannsókn á broti A, fyrr en rannsókn, og hugsanlega réttarmeðferð, á brotinu sem B var ranglega sökuð […]

Föstudagur 06.11 2015 - 10:15

Grimmdarverkin sem við fremjum í dag

[Þessi pistill birtist fyrst í Kvennablaðinu í gær] Í seinni heimsstyrjöldinni voru íslenskar stúlkur sem leyfðu sér að umgangast erlenda hermenn fangelsaðar fyrir vikið og beittar harðræði. Svo virðist sem fáir hafi þá leyft sér að gagnrýna þetta opinberlega og framáfólk í samfélaginu var fremst í flokki í þessum ofsóknum. Árið 1951 stóðu dönsk yfirvöld […]

Mánudagur 28.09 2015 - 10:15

Hvernig fáum við nýjan Hæstarétt?

[Þessi grein birtist fyrst í Kvennablaðinu] Mikið hefur verið deilt um úrskurði Hæstaréttar síðustu árin, og sem betur fer er það að færast í aukana að lögfræðingar viðri gagnrýni á störf réttarins. Það er gott, því Hæstiréttur þarf eiginlega frekar en flestar aðrar stofnanir á gagnrýni að halda, þar sem enginn er yfir hann settur, […]

Sunnudagur 23.08 2015 - 12:12

Stórfelld áfengisvandamál Kópaskersbúa

[Þessi grein birtist fyrst í Kvennablaðinu í gær] Eins og allir vita jókst heildaráfengisneysla gríðarlega þegar bjórinn var leyfður á Íslandi, auk þess sem stór hluti þjóðarinnar fór að drekka bjór í tíma og ótíma, meðal annars ótæpilega á vinnutíma. (Not). Eins og allir vita fór áfengisneysla algerlega úr böndunum þegar komið var á kjörbúðafyrirkomulagi […]

Miðvikudagur 01.07 2015 - 10:15

Prestarnir okkar sem nauðga

[Þessi grein birtist fyrst í Kvennablaðinu í gær] Fyrir nokkrum vikum hélt Guðbjörg Jóhannesdóttir, sóknarprestur í Langholtskirkju, predikun sem bar yfirskriftina „Drengirnir okkar sem nauðga„. Það virðist vera svo að nauðgarar fyrirfinnist í öllum þjóðfélagshópum, þeir séu engin „sérstök tegund“, umfram það að vera nauðgarar. Því liggur beint við að álykta að meðal presta séu ekki […]

Fimmtudagur 11.06 2015 - 10:15

Rektor HÍ eyðir milljón í eigin valdhroka

[Þessi grein birtist fyrst í Kvennablaðinu í gær] Fyrr á þessu ári sótti ég um stöðu rektors Háskóla Íslands. Ég var eini umsækjandinn erlendis frá (enda var starfið bara auglýst innanlands, þvert á reglur skólans og kotroskið tal forystu hans um glæsta stöðu á alþóðavettvangi). Þegar ég spurði háskólaráð hvort það hygðist standa fyrir kynningum á […]

Sunnudagur 19.04 2015 - 10:15

Áfellisdómar yfir forystu Háskóla Íslands

[Þessi pistill birtist fyrst í Kvennablaðinu í gær] Í gær birti ég á Facebooksíðunni sem ég notaði fyrir rektorsframboð mitt póst sem sendur var á hi-starf, en það er póstlisti við Háskóla Íslands, þar sem rædd eru málefni skólans. Þar sagði einn af öflugustu vísindamönnum landsins frá því hvernig HÍ hafði dregið hann og sex […]

Fimmtudagur 16.04 2015 - 10:15

Hvort myndi ég kjósa Guðrúnu eða Jón Atla?

[Þessi pistill birtist fyrst í Kvennablaðinu í gær] Í rektorskjörinu í Háskóla Íslands s.l. mánudag fékk Jón Atli Benediktsson 48,9% greiddra atkvæða, Guðrún Nordal 39,4% og ég 9,7%. Því þarf að kjósa aftur milli Jóns og Guðrúnar, úr því að enginn fékk yfir 50%. Ég hef ekki kosningarétt (og það hafa eigendur skólans, sá almenningur […]

Höfundur

Einar Steingrímsson
Nánar um höfund ...
RSS straumur: RSS straumur