Færslur fyrir flokkinn ‘Óflokkað’

Fimmtudagur 28.08 2014 - 22:50

Rangfærslur og útúrsnúningar Hönnu Birnu

[Þessi grein birtist í Kvennablaðinu 28. ágúst 2014] Mikið hefur verið fjallað um sjónvarpsviðtölin við Hönnu Birnu á Stöð 2 og í Kastljósi í fyrrakvöld, sem og fyrri yfirlýsingar hennar um lekamálið.  Ekki er vanþörf á, því Hanna Birna hefur ekki skirrst við að ljúga að Alþingi, og það oftar en einu sinni, auk þess […]

Miðvikudagur 20.08 2014 - 10:16

Gísli Freyr gæti sannað sakleysi sitt

Gísli Freyr Valdórsson, fyrrum aðstoðarmaður Hönnu Birnu innanríkisráðherra, hefur verið ákærður fyrir hegningarlagabrot í starfi sínu sem aðstoðarmaður ráðherrans.  Hann er ákærður fyrir að hafa með saknæmum hætti lekið gögnum úr ráðuneytinu, þar sem markmiðið var augljóslega að sverta manneskju sem ekki gat borið hönd fyrir höfuð sér. Gísli heldur fram sakleysi sínu, þótt hann […]

Sunnudagur 10.08 2014 - 10:16

Eru Samtökin 78 á rangri leið?

Það er varla ofmælt að virðingin fyrir réttindum samkynhneigðra á Íslandi hafi gerbreyst á skömmum tíma.  Það eru örfáir áratugir síðan mörgu samkynhneigðu fólki fannst sér varla vera líft á Íslandi vegna fordóma og útskúfunar.  Í dag, eins og síðustu árin, tók nær helmingur íbúa höfuðborgarsvæðisins þátt í Gleðigöngunni, og þær örfáu manneskjur sem leyfa sér […]

Miðvikudagur 09.07 2014 - 10:16

Er Félagsvísindastofnun í ruglinu?

Hannes Hólmsteinn Gissurarson, prófessor við Háskóla Íslands, ætlar að stjórna rannsókn sem fram fer á vegum Félagsvísindastofnunar skólans, þar sem á að meta „erlenda áhrifaþætti“ bankahrunsins 2008.   Hannes er náinn vinur og pólitískur samherji ýmissa þeirra sem léku stór hlutverk í hruninu, svo sem Davíðs Oddssonar sem þá var seðlabankastjóri og tók sem slíkur […]

Miðvikudagur 18.06 2014 - 10:16

Manndráp lögreglu, hvítþvottur saksóknara

Maður spilar of háa tónlist í íbúð sinni um nótt, en angrar að öðru leyti engan mann.  Nágranni hringir í lögreglu, kvartar yfir hávaðanum og segir hann (ranglega) koma frá manninum M.  Nágranninn segir líka, ranglega, að heyrst  hafi skothvellur og telur, einnig ranglega og án nokkurra trúverðugra skýringa, að M hafi skotið sjálfan sig […]

Föstudagur 06.06 2014 - 16:33

Kona í opinberri stöðu níðir karl

[Að gefnu tilefni (vond umræðuhefð) er rétt að taka fram að ég er hér ekki að lýsa yfir stuðningi við neitt af því sem Hannes Hólmsteinn hefur nokkurn tíma sagt.] Í frétt í Vísi í dag, þar sem fjallað er um ummæli Hannesar Hólmsteins Gissurarsonar, er eftirfarandi haft eftir Kristínu Ástgeirsdóttur, sem rætt var við sem […]

Mánudagur 19.05 2014 - 19:46

Að „selja“ ríkiseignir fyrir spítala

Heilbrigðisráðherra Kristján Þór Júlíusson á „von á því“ að ríkissjóður fjármagni byggingu nýs Landspítala með sölu ríkiseigna. Það er ekki ný hugmynd.  Fyrir tíu árum eða svo var Síminn, áður Landssíminn, „seldur“ og átti að nota féð til að byggja umræddan spítala.  Þeir peningar eru horfnir, og ekki var svo mikið sem stungið niður skóflu […]

Þriðjudagur 06.05 2014 - 19:54

Opið bréf til Einars K. þingforseta

Sæll nafni Það var nógu slæmt gerræðið (svo maður segi ekki valdaránið) sem þú framdir á Alþingi í dag, þar sem þú ákvaðst að innanríkisráðherra skyldi undanþeginn því sem hingað til hefur verið álitin skylda ráðherra, að svara spurningum þingmanna.  Þetta gerðir þú án þess að hafa til þess nokkurn rétt, nema rétt valdníðingsins sem […]

Sunnudagur 04.05 2014 - 10:08

Hanna Birna er samviskulaus lygari

Þann 20. nóvember birtist frétt í Morgunblaðinu um að blaðið hefði undir höndum „óformlegt minnisblað“ úr innanríkisráðuneytinu, þar sem dylgjað var um einkamál tveggja hælisleitenda og einnar íslenskrar konu.  Öllum sem vildu vita varð fljótlega ljóst að minnisblaðinu hafði vísvitandi verið lekið í fjölmiðla af háttsettu fólki í ráðuneytinu, og er þar um að ræða […]

Miðvikudagur 26.03 2014 - 17:00

Opið bréf til Mikaels Torfasonar

Sæll Mikael Gaukur Úlfarsson var að bjóða mér að spyrja Katrínu Jakobsdóttur spurningar í þætti þínum Mín skoðun.  Ég afþakkaði.  Ég vildi að vísu gjarnan fá að spyrja margt stjórnmálafólk ýmissa spurninga sem ég tel að fjölmiðlar hafi annað hvort ekki gert eða klúðrað.  En það er vonlaust að gera það með þessum hætti, þannig […]

Höfundur

Einar Steingrímsson
Nánar um höfund ...
RSS straumur: RSS straumur