Færslur fyrir apríl, 2018

Laugardagur 28.04 2018 - 11:34

Skrafað um Laxness

Á fundi Stofnunar stjórnsýslufræða og stjórnmála fimmtudaginn 26. apríl síðastliðinn flutti ég erindi um nýútkomið rit mitt, Totalitarianism in Europe: Three Case Studies, Alræði í Evrópu: Þrjár rannsóknir. Ein rannsóknin var á stjórnmálaafskiptum stalínistans Halldórs K. Laxness, beittasta penna alræðisstefnunnar á Íslandi. Ég sagði ýmsar sögur af Laxness, sem eru ekki á allra vitorði, til […]

Laugardagur 21.04 2018 - 10:44

Þrjár örlagasögur

Út er komið eftir mig ritið Totalitarianism in Europe: Three Case Studies, Alræði í Evrópu: Þrjár rannsóknir, og kynni ég það á fundi í Háskólatorgi, stofu 101 (Ingjaldsstofu), fimmtudaginn 26. apríl klukkan fimm.Fyrsta rannsóknin er á örlögum svissnesku gyðingakonunnar Elinor Lipper, en útdrættir úr metsölubók eftir hana um ellefu ára vist í þrælakistum Stalíns birtust […]

Laugardagur 14.04 2018 - 10:57

Grafir án krossa

Eistlendingar héldu snemma á þessu ári upp á að 100 ár eru liðin frá því að þeir urðu fullvalda. En þeir voru svo óheppnir að næstu nágrannar þeirra eru Þjóðverjar og Rússar. Þýskar riddarareglur og rússneskir keisarar kúguðu þjóðina á víxl öldum saman og stundum í sameiningu. Hún var aðeins fullvalda til 1940 og síðan […]

Laugardagur 07.04 2018 - 08:18

Málið okkar

Furðu sætir, að sumir blaðamenn, sem hafa valið sér það starf að semja texta, skuli ekki vanda sig betur. Enskan skín sums staðar í gegn, til dæmis þegar þeir skrifa, að einhverjir hafi tekið eigið líf, í stað þess að þeir hafi stytt sér aldur eða ráðið sér bana. Og þeir nota ekki umritunarreglur úr […]

Höfundur

Hannes Hólmsteinn Gissurarson er prófessor emeritus í stjórnmálafræði í Háskóla Íslands og hefur verið gistifræðimaður við fjölmarga erlenda háskóla, þar á meðal Stanford-háskóla og UCLA. Hann fæddist 1953, lauk doktorsprófi í stjórnmálafræði frá Oxford-háskóla 1985 og er höfundur fjölmargra bóka um stjórnmál, sögu og heimspeki á íslensku, ensku og sænsku.


Nýjustu bækur hans eru Twenty Four Conservative-Liberal Thinkers, sem hugveitan New Direction í Brüssel gaf út í tveimur bindum í árslok 2020, Bankahrunið 2008 og Communism in Iceland, sem Félagsvísindastofnun Háskóla Íslands gaf út árið 2021, og Landsdómsmálið, sem Almenna bókafélagið gaf út í desember 2022. Hann hefur gefið út átta bókarlangar skýrslur á ensku. Sjö eru fyrir hugveituna New Direction í Brüssel: The Nordic Models og In Defence of Small States (2016); Lessons for Europe from the 2008 Icelandic Bank Collapse, Green Capitalism: How to Protect the Environment by Defining Property Rights og Voices of the Victims: Towards a Historiography of Anti-Communist Literature (2017); Why Conservatives Should Support the Free Market og Spending Other People’s Money: A Critique of Rawls, Piketty and Other Redistributionists (2018). Ein skýrslan er fyrir fjármálaráðuneytið, Foreign Factors in the 2008 Bank Collapse (2018). Hann er ritstjóri Safns til sögu kommúnismans, ritraðar Almenna bókafélagsins um alræðisstefnu, en nýjasta bókin í þeirri ritröð er Til varnar vestrænni menningu: Ræður sex rithöfunda 1950–1958. Árin 2017 og 2018 birtust eftir hann þrjár ritgerðir á ensku um frjálshyggju á Íslandi, Liberalism in Iceland in the Nineteenth and Twentieth Centuries, Anti-Liberal Narratives about Iceland 1991–2017 og Icelandic Liberalism and Its Critics: A Rejoinder to Stefan Olafsson.  

RSS straumur: RSS straumur

Nýlegar athugasemdir