Færslur fyrir maí, 2022

Laugardagur 28.05 2022 - 10:15

Norðurlönd til fyrirmyndar

Á ráðstefnu norskra íhaldsstúdenta í Osló 21. maí 2022 benti ég á, að velgengni Norðurlanda væri þrátt fyrir, en ekki vegna ofurvalds sósíalista þar um miðja tuttugustu öld. Hún ætti sér aðallega þrjár rætur: Réttarríkið standi traustum fótum á Norðurlöndum, ekki síst virðing fyrir eignarréttinum; hagkerfið sé opið og áhersla lögð á frjáls alþjóðaviðskipti; og […]

Laugardagur 28.05 2022 - 10:15

Fimmtíu ára stúdentar

Við héldum upp á það á dögunum að vera orðin fimmtíu ára stúdentar frá Menntaskólanum í Reykjavík, fyrst árgangurinn 1972 á sérstakri samkomu, síðan nokkrir afmælisárgangar ásamt nýstúdentum. Eflaust henta fjölbrautirnar ýmsum, en okkur fannst bekkjarfyrirkomulagið gott. Þegar ég var í þriðja bekk, varð ég einn fárra hægri manna til að greiða Davíð Oddssyni atkvæði […]

Laugardagur 21.05 2022 - 10:13

Lærdómar á lífsleið

Við sátum á útiveitingastað í Belgrad (Hvítagarði) í Serbíu, þegar húmaði að, og röbbuðum saman um lífið og tilveruna. Bandarískur kaupsýslumaður, vinur minn, hafði tekið tvítugan son sinn með sér í ferðalag um Balkanlöndin. Hann spurði, hvort ég gæti gefið syninum einhver ráð um framtíðina. Ég fór að hugsa um, hvað ég hefði lært af […]

Laugardagur 14.05 2022 - 10:12

Sarajevo, maí 2022

Þegar ég hélt fyrirlestur í Sarajevo í Bosníu-Hersegóvínu 12. maí 2022, varð mér eins og líklega flestum öðrum, sem til borgarinnar koma, hugsað til hins örlaríka júnídags árið 1914, en þá skaut þar serbneskur þjóðernissinni, Gavrilo Princip, ríkisarfa Habsborgarveldisins Franz Ferdinand og konu hans Sophie til bana. Þetta var upphafið að fyrri heimsstyrjöld. Habsborgarveldið var […]

Laugardagur 07.05 2022 - 10:12

Draumur Gunnars að rætast?

Horfur eru nú á, að Svíþjóð og Finnland hverfi frá hlutleysi og gerist aðilar að Atlantshafsbandalaginu. Það hefði fyrir nokkrum árum þótt saga til næsta bæjar. Kalmarsambandið, sem var ríkjasamband þriggja konungsríkja, Danmerkur, Svíþjóðar ásamt Finnlandi og Noregs ásamt Íslandi, stóð aðeins í röska öld, frá 1397 til 1523. Eftir það skiptust Norðurlönd milli konunga […]

Höfundur

Hannes Hólmsteinn Gissurarson er prófessor emeritus í stjórnmálafræði í Háskóla Íslands og hefur verið gistifræðimaður við fjölmarga erlenda háskóla, þar á meðal Stanford-háskóla og UCLA. Hann fæddist 1953, lauk doktorsprófi í stjórnmálafræði frá Oxford-háskóla 1985 og er höfundur fjölmargra bóka um stjórnmál, sögu og heimspeki á íslensku, ensku og sænsku.


Nýjustu bækur hans eru Twenty Four Conservative-Liberal Thinkers, sem hugveitan New Direction í Brüssel gaf út í tveimur bindum í árslok 2020, Bankahrunið 2008 og Communism in Iceland, sem Félagsvísindastofnun Háskóla Íslands gaf út árið 2021, og Landsdómsmálið, sem Almenna bókafélagið gaf út í desember 2022. Hann hefur gefið út átta bókarlangar skýrslur á ensku. Sjö eru fyrir hugveituna New Direction í Brüssel: The Nordic Models og In Defence of Small States (2016); Lessons for Europe from the 2008 Icelandic Bank Collapse, Green Capitalism: How to Protect the Environment by Defining Property Rights og Voices of the Victims: Towards a Historiography of Anti-Communist Literature (2017); Why Conservatives Should Support the Free Market og Spending Other People’s Money: A Critique of Rawls, Piketty and Other Redistributionists (2018). Ein skýrslan er fyrir fjármálaráðuneytið, Foreign Factors in the 2008 Bank Collapse (2018). Hann er ritstjóri Safns til sögu kommúnismans, ritraðar Almenna bókafélagsins um alræðisstefnu, en nýjasta bókin í þeirri ritröð er Til varnar vestrænni menningu: Ræður sex rithöfunda 1950–1958. Árin 2017 og 2018 birtust eftir hann þrjár ritgerðir á ensku um frjálshyggju á Íslandi, Liberalism in Iceland in the Nineteenth and Twentieth Centuries, Anti-Liberal Narratives about Iceland 1991–2017 og Icelandic Liberalism and Its Critics: A Rejoinder to Stefan Olafsson.  

RSS straumur: RSS straumur

Nýlegar athugasemdir